Esjustofa - Starfsfólk óskast

Esjustofa er hlýlegt veitinga- og kaffihús sem stendur við rætur Esju, einu vinsælasta útivistarsvæði í Reykjavík.

Leitum eftir góðum liðsmönnum og kraftmiklum einstaklingum sem vilja starfa í hlýlegu og persónulegu umhverfi.

Fullt starf júní til september
Hllutastörf júní til september

Starfsvið felur í sér afgreiðslu á kaffihúsi, framreiðslu veitinga og þjónusta við gesti.

Hæfniskröfur

·         Reynsla af afgreiðslustörfum      

·         Góð íslensku og ensku kunnátta skilyrði

·         Náttúruleg þjónustulund og góð samskipta hæfni

·         Jákvæðni og geta til starfa undir álagi

·         Umsækjandi þarf að hafa náð 18 ára aldri

 

Ef þetta á við þig, sendu okkur umsókn ásamt ferilskrá á: pjetur@esjustofa.is

Nánar >>

Umsóknarfrestur

31. maí

Tekið við umsóknum á

pjetur@esjustofa.isNánar >>

Kvöldvinna - aukavinna

Kvöldvinna - aukavinna

KVÖLD- OG HELGARVINNA 

Aukavinna - sveigjanlegur vinnutími.

Sölufulltrúar óskast í söluver okkar.

Umsækjandi þarf að vera amk 18 ára, hér starfar skemmtilegt fólk á aldrinum 18-68 ára

Kvöldvinna og/eða helgarvinna.

Lágmark þrjár vaktir á viku. En það má líka taka allar vaktir.

Tækifæri til að ná sér í góðan aukapening.

Góð laun og góðir bónusar í skemmtilegu umhverfi.

Slástu í hópinn, reynsla ekki nauðsynleg.

Hringdu í síma 7747400 (Helgi) fyrir frekari upplýsingar, en einnig má senda umsókn á netfangið: kvoldvinna@simstodin.is

Umsóknarfrestur

9. júní

Tekið við umsóknum á

kvoldvinna@simstodin.isNánar >>

Tónskóli Djúpavogs auglýsir

Í tónskólann á Djúpavogi vantar okkur deildarstjóra í 100% starf, sem heyrir undir skólastjóra Djúpavogsskóla en deildarstjórinn sinnir daglegri skipulagningu, foreldrasamstarfi og almennu utanumhaldi. Þá vantar einnig kennara við tónskólann í 50% starf.  Möguleiki er að annar þessara starfsmanna sinni tónmenntakennslu við grunnskólann og sjái um samsöng (5-6 kst.)

Unnið er eftir kjarasamningi KÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Djúpavogsskóli er lítill en vaxandi skóli. Kennsla fer fram á þremur starfsstöðvum, grunnskóla með um 70 nemendur, leikskóla með tæplega 40 nemendur og tónskóla. Mikið og gott samstarf er á milli allra skólastiga.

Skólastjóri, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir veitir nánari upplýsingar á skolastjori@djupivogur.is  eða í síma 470-8713.

Nánar >>

Umsóknarfrestur

26. maí

Tekið við umsóknum á

skolastjori@djupivogur.isNánar >>

Aðstoð í eldhúsi

Aðstoð í eldhúsi

 

Starfslýsing

Messinn leitar eftir aðstoð í eldhús (reynsla æskileg).

Fullt starf er í boði en möguleiki er einnig á hlutastarfi, unnið er á 2-2-3 vöktum

Áhugasamir sendið umsókn með ferilskrá á fiskur2@gmail.com eða hafið samband í síma 692-2578 (Snorri)

Messinn is looking for a kitchen assistant (experience is preferred )

Full job or part time position avalable, shift system 2-2-3

If you are interested send an application with cv to fiskur2@gmail.com or call

692-2578 (Snorri)

Umsóknarfrestur

30. júní

Tekið við umsóknum á

fiskur2@gmail.comNánar >>

Blikksmiður - stjórnandi - þróunarverkefni

Hamar ehf óskar eftir því að ráða Blikksmið á starfsstöðina á Grundartanga. 

Við leitum að blikksmið til að starta og þróa blikksmíðadeild á verkstæði okkar á Grundartanga. Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður í vinnubrögðum, og þarf að hafa hæfileika til að skipuleggja og leiða verkefni.

Reynsla af hverskonar stjórnun er kostur en ekki nauðsynlegt.

Um er að ræða mjög gott tækifæri fyrir aðila sem er óhræddur við að stökkva útí djúpu laugina. 

Hamar ehf bíður uppá fysta flokks vinnustað þar sem öryggi starfsmanna er í fyrirrúmi og launin eru samkeppnishæf.

Vinsamlegast skilið inn umsóknum á heimasíðu Hamars www.hamar.is 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurður K. Láursson siggil@hamar.is

Nánar >>

Umsóknarfrestur

11. júníNánar >>

Framkvæmdastjóri Grænna skáta

Framkvæmdastjóri Grænna skáta

Bandalag íslenskra skáta óskar eftir því að ráða framkvæmdastjóra Grænna skáta.

Um framtíðarstarf er að ræða.

Tilgangur starfs

 • Afla fjár fyrir Bandalag íslenskra skáta.
 • Rekstur Grænna skáta ehf. og Skátabúðarinnar ehf.
 • Stjórna starfseminni og vera málsvari fyrirtækisins út á við.
 • Sinna öðrum fjáröflunar- og samfélagsverkefnum skátahreyfingarinnar.

 

Ábyrgðar- og stjórnunarsvið

 • Daglegur rekstur beggja eininga.
 • Dagleg umsýsla, áætlanagerð, markaðs- og kynningarmál, fjármál og starfsmannahald.
 • Samskipti við birgja, viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

Nánar >>

Umsóknarfrestur

26. maí

Tekið við umsóknum á

hermann@skatar.isNánar >>

Bílalæknar óskast - Bílamálarar

Bílalæknar óskast - Bílamálarar

Bílaspítalinn óskar eftir að ráða ,,bílalækna” bifreiðasprautara og vanan aðila við undirbúning fyrir sprautun til starfa.

Vegna aukinna umsvifa leitast Bílaspítalinn við ráða bílamála og vanan aðila við undirbúning við sprautun  á  á verkstæði sitt að Kaplahrauni 1 í Hafnarfirði.  Bílaspítalinn er alhliða viðgerða- og sprautuverkstæði með BGS gæðavottun frá Bílgreinasambandinu. Bílaspítalinn er fjölskyldurekið fyrirtæki og starfa þar duglegir og metnaðarsamir fagmenn. Mikið er lagt upp úr persónulegri þjónustu við sína viðskiptavini og vandaðri vinnu fyrir sína ,,bíla-sjúklinga”.

Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt störf í frábærum félagsskap við undirbúning og sprautun bifreiða. Vinnuaðstaða er góð er fyrirtækið vel tækjum búið.

Starfslýsing:

Nánar >>

Umsóknarfrestur

8. júní

Tekið við umsóknum á

adda@bsp.isNánar >>

Bílalæknir óskast - Bifvélavirki

Bílalæknir óskast - Bifvélavirki

Bílaspítalinn óskar eftir að ráða ,,bílalækna” bifvélavirkja til starfa.

Vegna aukinna umsvifa leitast Bílaspítalinn við ráða í bifvélavirkja á verkstæði sitt að Kaplahrauni 1 í Hafnarfirði.  Bílaspítalinn er alhliða viðgerða- og sprautuverkstæði með BGS gæðavottun frá Bílgreinasambandinu. Bílaspítalinn er fjölskyldurekið fyrirtæki og starfa þar duglegir og metnaðarsamir fagmenn. Mikið er lagt upp úr persónulegri þjónustu við sína viðskiptavini og vandaðri vinnu fyrir sína ,,bíla-sjúklinga”.

Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf í frábærum félagsskap við viðgerðir, bilanagreiningu og aðra þjónustu við allar gerðir bíla.

Starfslýsing:

 • Viðgerðir og viðhald á bifreiðum
 • Bilanagreining
 • Þjónustuskoðun

Nánar >>

Umsóknarfrestur

8. júní

Tekið við umsóknum á

adda@bsp.isNánar >>

Postdoctoral Researcher in Data Fusion for Geothermal Reservoir Characterization

Postdoctoral Researcher in Data Fusion for Geothermal Reservoir Characterization

The group for Operations Research and Subsurface Modelling (ORSM) is looking for a post-doctoral researcher to join the project Data Fusion for Geothermal Reservoirs. The purpose of this project is to improve the accuracy of reservoir models by developing methods to constrain these models to data from different geophysical and geological surveys, and field production data. Inversion algorithms and Bayesian inference techniques such as Markov Chain Monte Carlo (MCMC) will be used to construct an ensemble of geologically plausible models, that are consistent with available data for hydrothermal systems.

The successful candidate could contribute to:

 • Development and implementation of algorithms for generation of statistically representative candidate models
 • Fusion of exploration data and synthetic data through geoscientific simulation computations

Nánar >>

Umsóknarfrestur

15. júní

Tekið við umsóknum á

Sækja um >>Nánar >>

Framkvæmdastjóri umf. Sindra

Framkvæmdastjóri umf. Sindra

Ungmennafélagið Sindri leitar eftir öflugum og kraftmiklum einstaklingi til að gegna starfi framkvæmdastjóra hjá félaginu.

Starfssvið:

Sér um daglegan rekstur félagsins og hefur umsjón með fjármálum.

Er í samskiptum við sveitafélagið og sér um skipulag og utanumhald.

Er tengill við íþróttasamböndin á Íslandi (ÍSÍ,UMFÍ,USÚ,ofl).

Sér um ritstjórn og umsjón heimasíðu félagsins ásamt mörgum öðrum skemmtilegum verkefnum.

Hæfniskröfur:

Viðkomandi þarf að hafa áhuga á íþróttum og vera reiðubúinn að leggja sitt af mörkum í frekari uppbyggingu félagsins, vera skipulagður og lausnamiðaður. Vera jákvæður og samviskusamur og hafa drifkraft sem nýtist í starfi auk góðrar tölvukunnáttu og sjálftæðis í vinnubrögðum.

Nánar >>

Tekið við umsóknum á

sindri@umfsindri.isNánar >>
Atvinnuvaktin