Bifvélavirki

Grafa og grjót ehf óskar eftir að ráða bifvélavirkja

Hlutverk bifvélavirkja er að greina bilanir, finna úrlausnir og vinna við viðgerðir á vörubifreiðum og vinnuvélum.

Ábyrgð og verkefni:

 • Öll almenn viðhalds- og viðgerðavinna
 • Meðhöndlun bilanagreininga
 • Önnur tilfallandi störf

Hæfniskröfur:

 • Bifvélavirki, Sveinspróf í bifvélavirkjun, meistararéttindi kostur
 • Reynsla af sambærilegum störfum
 • Gilt bílpróf
 • Öguð, snögg og nákvæm vinnubrögð
 • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
 • Góð og fagleg framkoma, snyrtimennska og stundvísi
 • Almenn tölvukunnátta

Umsóknir ásamt ferilskrá og meðmælum sendist á grafa@grafa.is. Umsóknarfrestur er til 9. febrúar.

Umsóknarfrestur

9. febrúar

Tekið við umsóknum á

grafa@grafa.isNánar >>

Sölumaður óskast

Sölumaður óskast

Útgáfufélagið Heimur hf. óskar eftir hressum og metnaðarfullum sölumönnum í úthringiver. Um er að ræða sölu á áskriftum í vinsæl tímarit. Sveigjanlegur vinnutími í boði, annars vegar frá kl. 10 - 12 á daginn og hins vegar kl. 13-16 einn eða fleiri daga vikunnar. Góð sölulaun. Hádegismatur á staðnum. 

Vinsamlega sendið umsókn ásamt ferilskrá á sverrir@heimur.is

www.heimur.is

www.icelandreview.com

Umsóknarfrestur

13. febrúar

Tekið við umsóknum á

sverrir@heimur.isNánar >>

Bifvélavirki

Bifvélavirki

Bílageirinn ehf óskar eftir að ráða bifvélavirkja á bílaverkstæði.

Boðið er upp á úrvals vinnuaðstöðu til þjónustu og viðgerða.

Hlutverk bifvélavirkja er að greina bilanir, finna úrlausnir og vinna við viðgerðir á bílum.

Ábyrgð og verkefni:

 • Öll almenn viðhalds- og viðgerðavinna
 • Meðhöndlun bilanagreininga
 • Miðlun þekkingar til samstarfsfélaga

Hæfniskröfur:

 • Bifvélavirki, Sveinspróf í bifvélavirkjun, meistararéttindi kostur
 • Gilt bílpróf
 • Öguð, snögg og nákvæm vinnubrögð
 • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
 • Góð og fagleg framkoma, snyrtimennska og stundvísi
 • Almenn tölvukunnátta
 • Góð íslensku- og enskukunnátta
 • Áhugi á þróun í starfi sem og vilji til að kynna sér tækninýjungar

Vinnutími er mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:00-17:00 og föstudaga frá kl. 08:00-15:00.

Bílageirinn ehf er viðurkenndur þjónustuaðili Toyota. 

Umsóknarfrestur

20. febrúar

Tekið við umsóknum á

bjorn@bilageirinn.isNánar >>

Vilt þú starfa við ferðaþjónustu í Reykjavík?

Vilt þú starfa við ferðaþjónustu í Reykjavík?

Hvalasýningin, Whales of Iceland, leitar að jákvæðum, orkumiklum og drífandi einstaklingi sem hefur áhuga á mannlegum samskiptum og er með gott vald á enskri og íslenskri tungu.

Starfssvið:

 • Miðasala
 • Bókun í ferðir
 • Afgreiðsla í gjafavöruverslun og á kaffihúsi
 • Önnur tilfallandi verkefni

Hvalasýning er nýtt fyrirtæki í ferðaþjónustu sem er að opna einstaka starfssemi á heimsvísu og hefur hug á að ráða til sín einstakling sem hefur áhuga á að taka þátt í uppbyggingunni. Sýningin er innandyra, verður staðsett við Fiskislóð í Reykjavík og verður opin allt árið.

Umsóknarfrestur

1. febrúar

Tekið við umsóknum á

info@whalesoficeland.isNánar >>

Sumarstörf á Kaffi Láru / El Grillo Bar – restaurant summerjobs

Sumarstörf á Kaffi Láru / El Grillo Bar – restaurant summerjobs

Kaffi Lára – El Grillo Bar á Seyðisfirði óskar eftir starfsmönnum í ýmsar stöður frá 13.maí eða 1. júní - 31. ágúst. Þetta eru matráður, aðstoðamaður í eldhúsi, starfsmenn í sal og þrif. Aðeins 20 ára og eldri koma til greina og gerð er krafa um jákvætt viðhorf, kurteisi og að starfsmaður geti unnið undir álagi. Reynsla af sambærilegum störfum og góð enskukunnátta skilyrði. Góð laun og húsnæði á staðnum.

Umsóknarfrestur er til og með 20. febrúar 2015.

Áhugasamir sendi umsókn ásamt ferilskrá á netfangið: elgrillo@elgrillo.is

The El Grillo Bar – restaurant in Seyðisfjörður in Est Iceland needs workers for various position for the summer season, 13 May or 1 Juni - 31 August. The jobs include a chef and waiters/waitresses. Positive attitude, courtesy and be able to work under pressure are requirements. Experience of similar job and good English skills is a must. Good salary and housing available.

Please fill in an online application form at www.vinnumalastofnun.is/eures put "lara" in the field for employer. 

Umsóknarfrestur

20. febrúar

Tekið við umsóknum á

elgrillo@elgrillo.isNánar >>

Góð vinna í boði fyrir gott fólk!

Góð vinna í boði fyrir gott fólk!

Ertu að leita þér að góðri vinnu sama hvort það er fullt eða hlutastarf?

Viltu vinna við eitthvað krefjandi og skemmtilegt?

Viltu vera á ferðinni og fá borgað í leiðinni?

Viltu vinna á Íslandi eða í Danmörku?

Viltu vera í samskiptum við fullt af fólki í vinnunni?

Ef svo er þá erum við hjá Nordic Navi að leita að þér.

Um er að ræða sölu- og kynningarstarf á fjölbreyttum útgáfum í ritum og í rafrænum miðlum.

Unnið er í verktakaumhverfi þar sem allir starfsmenn vinna árangurstengt fyrst um sinn. En sýni þeir sig og sanni verður þeim boðin laun í formi trygginga og bónusa.

Starf sem hægt er að vinna sig upp auðveldlega með dugnaði.

Nauðsynlegt er að hafa bíl til umráða.

Umsóknarfrestur

31. janúar

Tekið við umsóknum á

umsokn@nordicnavi.isNánar >>

Persónulegur aðstoðarmaður óskast

Ég óska eftir persónulegum aðstoðarmanni sem hefur áhuga á að aðstoða mig við athafnir daglegs lífs. Aðstoðin fer fram innan heimilis og utan þess. Ég er háskólamenntaður, hreyfihamlaður og notast við rafknúinn hjólastól.

Ég er búsettur í Reykjavík.

Persónulegur aðstoðarmaður þarf að vera áreiðanlegur, reglusamur, reyklaus, heiðarlegur, stundvís og hafa ríka þjónustulund. Sveigjanleiki í starfi er nauðsynlegur.

Æskilegur aldur er 25-40 ára en ekki skilyrði. Ekki er gerð krafa um að umsækjendur hafi reynslu af því að vinna með fötluðu fólki.

Æskilegt að umsækjendur hafi bíl til umráða en þess ekki krafist.

Personal assistant is required

I seek for a personal assistant who can help me with my daily routine both in my home and outside. I am a physically disabled guy, I use an electric wheelchair and I live in Reykjavik.

The personal assistant needs to be reliable, organized, non-smoker, honest, flexible and responsible. Age range is approximately 25-40 years old.

It is not required to have any working experience with people with disabilities. It is only required to be open minded and willing to be helpful.

It would be useful if the PA has a car but is not necessary.

Umsóknarfrestur

27. janúar

Tekið við umsóknum á

eie1@hi.isNánar >>

Hamborgarasmiðjan

Hamborgarasmiðjan

Óskum eftir að ráða fólk 20 ára eða eldra í afgreiðslu og þjónustustörf.

Starfið felur í sér öll þau störf sem tilfalla á veitingastað

unnið er samkvæmt vaktaplani 2-2-3 og unnið á 10-11 tíma vöktum

Þetta er reyklaus vinnustaður.

VIÐ ERUM AÐ LEITA AÐ FÓLKI Í FULLT STARF

Umsóknarfrestur

31. janúar

Tekið við umsóknum á

smidjan@live.comNánar >>

Viðskiptastjóri

Viðskiptastjóri

Greitt óskar eftir að ráða kraftmikinn og árangursdrifinn sölumann í starf viðskiptastjóra. Viðskiptastjóri kemur til með að þjónusta núverandi viðskiptavini og afla nýrra. 

Spennandi starf hjá fyrirtæki í örum vexti. 

Starfssvið:

 • Þjónusta stærri viðskiptavini
 • Greining sölutækifæra
 • Þátttaka í skipulagningu á sölu- og markaðsmálum fyrirtækisins
 • Öflun nýrra viðskiptavina / sala á lausnum Greitt
Menntun og hæfniskröfur:
 • Háskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af sölu til fyrirtækja og viðskiptastýringu er skilyrði 
 • Samningatækni
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði og drifkraftur
 • Skipulögð og öguð vinnubrögð

 

Umsóknarfrestur

31. janúar

Tekið við umsóknum á

umsoknir@greitt.isNánar >>

Fjármálastjóri

Fjármálastjóri

Leitað er að öflugum einstaklingi í krefjandi stjórnunarstarf, þar sem frumkvæði, samskiptafærni og skipulögð vinnubrögð fá að njóta sín. Fjármálastjóri tekur virkan þátt í stjórnun og stefnumótun. Í boði er krefjandi en jafnframt spennandi starf.


Starfs- og ábyrgðarsvið:

 • Dagleg umsjón með fjármálum fyrirtækisins
 • Stjórnendaupplýsingar til framkvæmdastjóra og stjórnar fyrirtækisins
 • Sjóðsstýring og ávöxtun fjármuna
 • Líkana-, áætlana- og skýrslugerðir
 • Umsjón með skilum á gögnum til endurskoðanda og opinberra aðila
 • Samskipti við fjármálastofnanir
 • Starfsmannamál

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun, framhaldsmenntun á sviði fjármála er kostur
 • Reynsla af rekstrarumhverfi  smásölu- og heildsölu fyrirtækja
 • Reynsla af stjórnunarstörfum
 • Reynsla af bókhaldsstörfum
 • Góð tölvukunnátta (Excel, Pivot, Dynamics Nav 2013) þekking á fleiri bókhaldskerfum mikill kostur
 • Öguð og skipulögð vinnubrögð byggð á metnaði og árangri
 • Framúrskarandi samskiptafærni og þjónustulund
 • Gott vald á íslensku og ensku er skilyrði

 

Umsóknarfrestur

31. janúar

Tekið við umsóknum á

umsoknir@greitt.isNánar >>
Atvinnuvaktin