Starfsfólk óskast

 

101Barco er ört vaxandi fyrirtæki á sviði skemmti- og veitingastaða í miðbæ Reykjavíkur. Við óskum eftir þjónum og starfsfólki í eldhúsi . Ef þú ert ábyrgðarfull/ur, eldhress og dugleg/ur sendu  ferilskrá á barco@barco.is.

Góð laun í boði fyrir rétta aðila.

Tekið við umsóknum á

eyrun@barco.isNánar >>
null

Rafha leitar að kraftmiklum sölumanni til að sinna sölu á heimilistækjum, þjónusta viðskiptavini og hafa umsjón með sýningarsal.

Við ætlumst til að þú:

 • Hafir brennandi áhuga á sölumennsku og sért sannfærandi.
 • Hafir ótakmarkaða þjónustulund og góða samskiptahæfileika. 
 • Hafir frumkvæði og sért virkur og drífandi starfskraftur.
 • Getir leyst vandamál á sjálfstæðan og ábyrgðarfullan hátt.
 • Hafir góða tölvu- og tungumálakunnáttu. 
 • Sért stundvís, áreiðanlegur og reglusamur. 
 • Rafvirkjamenntun er kostur en ekki skilyrði.

Við bjóðum uppá:

 • Góð laun og árangurstengdar bónusgreiðslur.
 • Þægilegt hvetjandi vinnuumhverfi og góður vinnuandi.
 • Þjálfun og starfsþróun í boði.

Umsókn og ferilskrá óskast sendar á egill@rafha.is. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.

Nánar >>

Umsóknarfrestur

31. maí

Tekið við umsóknum á

egill@rafha.isNánar >>

Aðalbókari - DHL Express Iceland

Aðalbókari - DHL Express Iceland

 

DHL Express Iceland óskar eftir metnaðarfullum einstaklingi í liðsheildina til að gegna ábyrgðarmiklu starfi á fjármálasviði fyrirtækisins í skemmtilegu alþjóðlegu starfsumhverfi.

Hjá DHL skiptir liðsheildin mestu máli. Þess vegna er það okkar markmið að laða að og halda hæfileikaríkasta starfsfólkinu hvar sem er í heiminum. Við bjóðum upp á áskoranir og tækifæri fyrir persónulega og faglega starfsþróun. Við komum auga á framlag þitt til fyrirtækisins og í sameiningu leggjum við metnað okkar í að byggja upp flutningafyrirtæki á heimsmælikvarða.

Starfssvið

Uppgjör og ábyrgð á bókhaldi fyrirtækisins, m.a. á skilagreinum, vsk uppgjöri og margt fleira

Ábyrgð og afstemming á mánaðarlegu samstæðuuppgjöri

Greining á fjárhagsupplýsingum og þátttaka í áætlanagerð

Nánar >>

Umsóknarfrestur

19. maíNánar >>

Trésmiður óskast við leiktækjasmíði

Trésmiður óskast við leiktækjasmíði

KRUMMA ehf. óskar eftir úrráðagóðum og sjálfstæðum trésmið við leiktækjasmíði til starfa strax.

KRUMMA var stofnað 1986 og er stærsti leiktækjaframleiðandi á Íslandi.

Hægt er að sjá nánar um fyrirtækið á www.krumma.is

Frekari upplýsingar fást á hrafn@krumma.is 

Umsóknarfrestur

1. júní

Tekið við umsóknum á

hrafn@krumma.isNánar >>

Störf við ræstingar

Hreint ehf. óskar eftir vandvirkum og samviskusömum einstaklingum, 18 ára eða eldri í starf við ræstingar. Um er að ræða dag-, kvöld- og helgarverkefni. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Skilyrði fyrir ráðningu:

  • Hreint sakavottorð  • Góð tök á ensku eða íslensku  • Jákvæðni  • Dugnaður

Umsóknarfrestur

30. september

Tekið við umsóknum á

Sækja um >>Nánar >>

Aðstoðarkona óskast í fullt starf

Aðstoðarkona óskast í fullt starf

Óska eftir að ráða aðstoðarkonu í fullt starf. Um er að ræða vaktavinnu, þ.e. á daginn, um kvöld og helgar. Umsækjandi þarf að vera orðin 21 árs og geta hafið störf í maí. Ég er 42 ára kona með hreyfihömlun og búsett ásamt fjölskyldu minni á höfuðborgarsvæðinu, 270. Unnið er eftir hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf; NPA, notendastýrð persónuleg aðstoð.

Starfið felur í sér að aðstoða mig við að framkvæma athafnir daglegs lífs, m.a. persónulega aðstoð, heimilisverk, úti í samfélaginu og á ferðalögum.

Aðstoðarkona þarf að vera stundvís og áreiðanleg, jákvæð og eiga auðvelt með að taka leiðsögn. Skilyrði er að umsækjandi sé reyklaus og með ökuréttindi.

Umsókn ásamt almennri ferilskrá, mynd og upplýsingum um meðmælendur skal senda á netfangið: kolbrun@npa.is.

Nánar >>

Umsóknarfrestur

14. maí

Tekið við umsóknum á

kolbrun@npa.isNánar >>

Verkstæðismaður óskast

Verkstæðismaður óskast

Verkstæðismaður óskast

Arcanum ferðaþjónusta leitar eftir liprum bifvélavirkja, vélvirkja eða vönum viðgerðamanni bíla, sleða og fjórhjóla til að sjá um vélbúnað Arcanum ferðaþjónustu.

 • Verkstæði Arcanum er staðsett á Ytri Sólheimum 1 í Mýrdal og unnið er virka daga – eða eftir samkomulagi á vöktum.
 • Starfsmannaaðstaða er að Ytri Sólheimum 1
 • Laun og réttindi samkvæmt kjarasamning og samkomulag i við Arcanum ferðaþjónustu

Starfssvið:

 • Viðgerðir og viðhald á vélarbúnaði Arcanum
 • Umsjón verkstæðis
 • Annað tilfallandi

Leitast er eftir frumkvæði starfsmanns og árvekni í þessu starfi þar sem gæði og öguð vinnubrögð eru í fyrirrúmi ásamt snyrtimennsku og góðri umgengni.

Áhugasömum er bent á að hafa samband við Steingerði í síma 8583500 eða á tölvupósti, steingerdur@arcanum.is

Nánar >>

Umsóknarfrestur

10. maí

Tekið við umsóknum á

steingerdur@arcanum.isNánar >>

Ertu að leita að sumarstarfi og vilt eyða sumrinu í sælunni á Patreksfirði?

Ertu að leita að sumarstarfi og vilt eyða sumrinu í sælunni á Patreksfirði?

Fosshótel Vestfirðir auglýsir eftir sumarstarfsfólki 2015. 

Starfsfólk vantar í eftirfarandi stöður eða svið:

-  Reynslumikill matráður/kokkur.

-  Reynslumikill þjónn.

-  Framreiðslusveinar.

-  Herbergisþrif.

-  Næturvörður.                                

Við hvetjum alla einstaklega yfir 18 ára aldri sem hafa áhuga á að vinna í skemmtilegu, krefjandi og vinalegu umhverfi til að sækja um. Einstaklingar þurfa að geta hafið störf í maí og starfað til loka ágúst mánaðar. Nauðsynlegt er að viðkomandi búi yfir góðri tungumálakunnáttu, hæfni til að vinna undir álagi ásamt sjálfstæði í vinnubrögðum.

Gistiaðstaða er í boði fyrir starfsfólk en hótelið er staðsett á Patreksfirði.

Nánar >>

Umsóknarfrestur

15. maí

Tekið við umsóknum á

brynja@fosshotel.isNánar >>

Sölumaður í verslun - Sumarstarf

Sölumaður í verslun - Sumarstarf

 

Rafkaup óskar eftir starfsmanni í verslun sína við Ármúla 24.  (SUMARSTARF)

Starfslýsing: 

Almenn verslunarstörf, s.s. sölumennska, vöruframsetning, áfylling og fleira.

Vinnutími er alla virka daga frá kl. 09:00 - 18:00 og tveir laugadagar í júní og tveir í ágúst frá kl. 11:00 - 16:00. Lokað er á laugardögum í júlí.

Hæfniskröfur:

- Reynsla af verslunarstörfum

- Sjálfstæð vinnubrögð

- Góð þjónustulund

- Stundvísi

- Gott skipulag

Einungis reyklausir einstaklingar eldri en 20 ára koma til greina.

 

Umsóknarfrestur

10. maí

Tekið við umsóknum á

atvinna@rafkaup.isNánar >>

Matreiðlumenn óskast á Austurland

Matreiðlumenn óskast á Austurland

701 Hótels óskar eftir matreiðslumönnum á Hótel Hallormsstað og Hótel Valaskjálf í sumar.

Um er að ræða 2 stöður á veitingastöðum hótelana.

Haldgóð þekking og reynsla af veitingastörfum nauðsynlegur

Hugsanlega framtíðarstarf í boði fyrir réttan aðila.

Mögulegt að útvega húsnæði á staðnum.

 

Umsóknarfrestur

8. maí

Tekið við umsóknum á

sigrunjohanna@701hotels.isNánar >>

Vélstjóri/fræðingur í Viðhaldsþjónustu OR á Suðurlandi

Vélstjóri/fræðingur í Viðhaldsþjónustu OR á Suðurlandi

Viðhaldsþjónusta OR Veitna óskar eftir úrræðagóðum vélstjóra eða vélfræðingi til starfa við vatns- og hitaveitu fyrirtækisins á Suðurlandi með starfsstöð í Hveragerði.

OR Veitur annast rekstur og uppbyggingu veitukerfa rafmagns, heits vatns, neysluvatns og fráveitu. Meginstarfsemi fyrirtækisins er á höfuðborgarsvæðinu en veitusvæðið nær einnig til sveitarfélaga bæði á Suður- og Vesturlandi.

 

 Starfs- og ábyrgðarsvið:

 • Rekstur, eftirlit og viðhald á vélbúnaði í dælustöðvum, borholum og dreifikerfum
 • Uppsetning og ástandsgreining vélbúnaðar
 • Viðgerðir á lagnakerfum

Menntunar- og hæfnikröfur:

 • Vélstjóri eða vélfræðingur með sveinspróf
 • Þjónustulund, jákvæðni og lipurð í samskiptum

Nánar >>

Umsóknarfrestur

10. maí

Tekið við umsóknum á

Sækja um >>Nánar >>

Hefur þú áhuga á matreiðslu? Við leitum að matreiðslunema.

Hefur þú áhuga á matreiðslu? Við leitum að matreiðslunema.

Við á Fjalakettinum erum að leita að matreiðslunema til að koma á samning hjá okkur (4 ára nám sem endar með sveinsprófi). Ekki er nauðsynlegt að hafa reynslu úr eldhúsi en það er ekki verra.

Nánari upplýsingar veitir Sævar Karl matreiðslumaður, saevar@hotelcentrum.is

 

Umsóknarfrestur

14. maí

Tekið við umsóknum á

saevar@hotelcentrum.isNánar >>

Hjúkrunardeildarstjóri , Hjúkrunarheimilið Sundabúð, Vopnafirði

Hjúkrunarheimilið Sundabúð óskar eftir að ráða hjúkrunardeildarstjóra  til afleysinga í eitt ár. Um er að ræða 80- 100 % stöðu sem veitist  frá 1.ágúst eða eftir samkomulagi.

Hjúkrunardeildarstjóri er yfirmaður hjúkrunar á deildinni og ber ábyrgð á að starfað sé samkvæmt markmiðum heimilisins og lögum og reglugerðum og tekur virkan þátt í breytingar- og þróunarstarfi sem fer fram á deildinni.

Hjúkrunarheimilið Sundabúð er með 11 hjúkrunarými, eitt sjúkra og endurhæfingarrýmii og  eitt dagvistarrými.Samkvæmt samningi við Velferðarráðnuneytið er heimahjúkrun í sveitarfélaginu sinnt af starfsfólki hjúkrunardeildarinnar. Félagslegri heimaþjónustu verður einnig stjórnar frá deildinni frá og með 1 .maí.

Umsækjandi skal hafa fullgilt íslenskt hjúkrunarleyfi , lögð er áhersla á samviskusemi og góða samskiptahæfileika.

Nánar >>

Umsóknarfrestur

15. maí

Tekið við umsóknum á

emma@vopnafjardarhreppur.isNánar >>

Matreiðslumaður óskast á Grand Hótel Reykjavík

Matreiðslumaður óskast á Grand Hótel Reykjavík

Við leitum að faglærðum matreiðslumanni til starfa hér á Grand Hótel Reykjavík.

 • Frumkvæði og metnaður til að sýna árangur í starfi
 • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Gott vald á íslensku og ensku
 • Snyrtimennska og stundvísi

Við höfum sanna ástríðu fyrir matargerð og leggjum metnað okkar í að bjóða úrvalsrétti, matreidda úr gæðahráefni og því besta og ferskasta sem árstíðirnar hafa upp á að bjóða.

Umsóknarfrestur

15. maí

Tekið við umsóknum á

vignir@grand.isNánar >>
Atvinnuvaktin