Óskum eftir duglegu fólki

Óskum eftir duglegu fólki

Dekkverk óskar eftir fólki til vinnu

Störf sem eru í boði:

Tarnarfólk: Dekkjatarnir eru

                                            Sumartörn  Apríl - Maí

                                            Vetrartörn  Miðjum September til Miðjan Desember

Tarnarfólk þarf að hafa einhverja reynslu í dekkjum og hafa gott auga með því hvað þeir eru að gera. 

Helgarvinnu: Vantar þig vinnu með skóla þá er þetta fullkomið fyrir þig. Reynsla ekki nauðsynleg en það myndi haldast vel í hendur með Sumarvinnu hjá okkur.

Sumarvinna: Það vantar alltaf skemmtilega einstaklinga í að leysa af á sumrin verða vera hressir og kátir. Sjálfstæði og vilji til að læra er algjört möst :) Í boði er þá vinna um helgar hjá okkur á veturnar fyrir skólafólk.

Sölumaður: Þarf að geta kynnt sér viðfangsefnið vel og selt það, fær líka þjálfun fram á gólfi. Þarf að geta tekið að sér verkefni sem kunna að koma upp á gólfinu. Reynsla á sölumennsku er nauðsynleg allt annað er hægt að kenna :)

Nánar >>

Umsóknarfrestur

10. ágúst

Tekið við umsóknum á

jonhaukdal@dekkverk.isNánar >>

Smíðaverk óskar eftir mótasmið og bókara

Smíðaverk óskar eftir mótasmið og bókara

Smíðaverk ehf óskar eftir:

Mótasmiður

Viðkomandi þarf að vera með reynslu og geta unnið sjálfstætt. Umsóknir óskast sendar á smidaverk@smidaverk.is

Bókari á skrifstofu

Starfið er ca. 50% en möguleiki á að hækka starfshlutfallið. Viðkomandi þarf að vera með reynslu í dk bókhaldskerfi og með skipulögð vinnubrögð. Umsóknir óskast sendar á john@smidaverk.is

Umsóknarfrestur

1. júní

Tekið við umsóknum á

john@smidaverk.isNánar >>

Verkefnastjóri á skrifstofu viðskiptadeildar

Verkefnastjóri á skrifstofu viðskiptadeildar

Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík leitar að kraftmiklum einstaklingi í fjölbreytt og krefjandi starf verkefnastjóra BSc-náms í viðskiptafræði. Starfið felst fyrst og fremst í samskiptum og þjónustu við nemendur og kennara námsbrautarinnar.

 

STARFSSVIÐ:

 • Þjónusta og samskipti við nemendur og kennara.
 • Umsjón með ýmis konar gagnaöflun og samantekt tölulegra upplýsinga.
 • Utanumhald umsókna, forsetalista, bókalista og skráningu námskeiða.
 • Aðstoð við kynningu á náminu, t.a.m. með þátttöku í nýnemadögum, Háskóladeginum og umsjón með vef viðskiptadeildar.Í boði er spennandi starf í metnaðarfullu og lifandi háskólaumhverfi. Starfið  veitir ýmis tækifæri til að sýna frumkvæði með það að markmiði að skapa framúrskarandi náms- og vinnuumhverfi fyrir nemendur.

Nánar >>

Umsóknarfrestur

31. maí

Tekið við umsóknum á

Sækja um >>Nánar >>

Sölufulltrúar óskast til starfa!

Öflun ehf. óskar eftir sölufulltrúum sem fyrst til starfa í söluver. Í boði eru störf á kvöld- og helgarvöktum. Hentar vel sem aukavinna, æskilegt að hver og einn vinni a.m.k. 2 vaktir á viku.

Starfsmenn okkar eru á breiðu aldursbili og við hvetjum því jafnt yngri sem eldri til að sækja um! Lágmarksaldur er þó 20 ár.

Í boði eru góðir tekjumöguleikar, fjölbreytt verkefni og vinnuaðstaða eins og hún gerist best.

Reynsla af sölumennsku er kostur en alls ekki nauðsynleg.

Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á oflun@oflun.is

Upplýsingar í síma 530 0800.

Umsóknarfrestur

8. júní

Tekið við umsóknum á

oflun@oflun.isNánar >>

Sumarstarfsmaður í áskriftar- og auglýsingasölu

Sumarstarfsmaður í áskriftar- og auglýsingasölu

Við erum að leita að hressum og drífandi sölumanni til að sinna áskriftar- og auglýsingasölu í þekkt viðskiptatímarit í sumar. Skilyrði er að viðkomandi hafi brennandi áhuga á sölumennsku. Góð starfsaðstaða í boði og mötuneyti á staðnum. 

Ferilskrá ásamt stuttum rökstuðningi sendist á sverrir@heimur.is fyrir 28. maí.

www.heimur.is

www.icelandreview.com

Umsóknarfrestur

28. maí

Tekið við umsóknum á

sverrir@heimur.isNánar >>

Sumarstarfsmaður óskast í úrvinnslu ársreikninga

Sumarstarfsmaður óskast í úrvinnslu ársreikninga

Sumarstarfsmaður óskast í öflun og greiningu ársreikninga vegna bókarinnar „300 stærstu fyrirtækin“ sem Frjáls verslun gefur út á hverju ári. Leitað er að háskólanema í viðskiptagreinum, verkfræði eða tölvunarfræði sem hefur góða þekkingu á Excel og kennitölum í rekstri fyrirtækja.

Ferilskrá ásamt stuttum rökstuðningi sendist á sverrir@heimur.is fyrir 28. maí.

www. heimur.is/frjals-verslun

www.facebook.com/frjalsverslun

www.icelandreview.com

Umsóknarfrestur

28. maí

Tekið við umsóknum á

sverrir@heimur.isNánar >>

Náttúrustofa Vestfjarða auglýsir starf forstöðumanns laust til umsóknar

Náttúrustofa Vestfjarða auglýsir starf forstöðumanns laust til umsóknar

Náttúrustofa Vestfjarða er alhliða rannsóknar- og þjónustustofnun í náttúrufræðum á Vestfjörðum. Náttúrustofan er rekin af sveitarfélögum á Vestfjörðum með stuðningi ríkisins. Náttúrustofan starfar samkvæmt lögum Náttúrufræðistofnun Íslands og Náttúrustofa nr. 60/1992 og lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum nr. 64/1994.

Stafssvið forstöðumanns:                                                                                                  

 • Ábyrgð á daglegum rekstri Náttúrustofunnar
 • Ábyrgð á rekstri Náttúrugripasafns Bolungarvíkur og Sjóminjasafnsins Ósvarar
 • Áætlanargerð
 • Umsjón rannsókna
 • Stjórnun mannauðs
 • Samskipti við stjórnvöld og samstarfsaðila

Menntun og hæfniskröfur:

Nánar >>

Umsóknarfrestur

6. júní

Tekið við umsóknum á

bodvar@nave.isNánar >>

Sumarvinna - Jökulsárlón

Sumarvinna - Jökulsárlón

Óskum eftir hressu og duglegu starfsfólki í afgreiðslu og móttöku ferðamanna á Jökulsárlóni í sumar. Um er að ræða slöngubátaferðir um lónið. Einnig óskum við eftir skipstjórnenda/leiðsögumanni, slöngubátanámskeið frá Landsbjörg æskilegt. Húsnæði í boði . Vinsamlegast sendið umsóknir á atvinna@icelagoon.com

We are looking for fun and reliable people to join our team for the summer 2014. We need people in the reception for our Zodiac boat tours at Jokulsarlon. We are also hiring captains/guides for our boats. Accommodation available. Please send us your information to atvinna@icelagoon.com

Umsóknarfrestur

10. júní

Tekið við umsóknum á

atvinna@icelagoon.comNánar >>

Bifvélavirki - vélvirki

Bifvélavirki - vélvirki

Go Campers er að leita að fjölhæfum einstakling til starfa á verkstæði hjá ört vaxandi húsbílaleigu. Viðkomandi þarf að hafa góða samskiptahæfni og ríka þjónustulund auk þess að hafa reynslu af bílaviðgerðum. Umsækjandi þar að hafa metnað, geta unnið sjálfstætt og krafist er enskukunnáttu. Ef þú telur þig hafa það sem til þarf og ert til í að slást í hópinn sendu okkur þá endilega línu á go@gocampers.is

Frekari upplýsingar veitir Benedikt í síma 862-3606

Umsóknarfrestur

25. maí

Tekið við umsóknum á

go@gocampers.isNánar >>

Forstöðumaður Fjárstýringar og áætlana

Forstöðumaður Fjárstýringar og áætlana

Fjármálasvið Orkuveitu Reykjavíkur leitar að forstöðumanni sem tilheyrir stjórnendateymi sviðsins og ber ábyrgð á fjárstýringu og áætlanagerð Orkuveitusamstæðunnar ásamt mótun stefnu og framtíðarsýnar. Viðkomandi þarf að búa yfir mjög góðri samskiptahæfni og þjónustulund ásamt sjálfstæði, frumkvæði og öguðum vinnubrögðum.

 

Starfs- og ábyrgðarsvið:

 • Dagleg stýring einingarinnar
 • Umsjón með fjármögnun
 • Umsjón með lausafjárstýringu
 • Umsjón með áætlanagerð
 • Samskipti við fjármálastofnanir
 • Umsjón með arðsemisgreiningum
 • Umsjón með stjórnendaupplýsingum og greiningarvinnu

Menntunar- og hæfnikröfur:

 • Háskólapróf s.s. á sviði viðskipta- eða verkfræði skilyrði

Nánar >>

Umsóknarfrestur

25. maí

Tekið við umsóknum á

Sækja um >>Nánar >>

Forstöðumaður Áhættustýringar

Forstöðumaður Áhættustýringar

Fjármálasvið Orkuveitu Reykjavíkur leitar að forstöðumanni sem tilheyrir stjórnendateymi sviðsins og ber ábyrgð á áhættustýringu Orkuveitusamstæðunnar ásamt mótun stefnu og framtíðarsýnar.Viðkomandi þarf að búa yfir mjög góðri samskiptahæfni og þjónustulund ásamt sjálfstæði, frumkvæði og öguðum vinnubrögðum.

 

Starfs- og ábyrgðarsvið:

 • Dagleg stýring einingarinnar
 • Umsjón greiningar og mats á fjármála- og rekstraráhættu
 • Umsjón áhættuvarna
 • Skilgreining ákvarðanatökuferla
 • Gerð varnarsamninga
 • Álagsprófanir í rekstri

Menntunar- og hæfnikröfur:

 • Háskólapróf s.s. á sviði viðskipta- eða verkfræði er skilyrði
 • Framhaldsmenntun á háskólastigi er kostur

Nánar >>

Umsóknarfrestur

25. maí

Tekið við umsóknum á

Sækja um >>Nánar >>

Sölu- og markaðsfulltrúi í SmáraTívolí

Sölu- og markaðsfulltrúi í SmáraTívolí

Smáratívolí leitar að öflugum sölu- og markaðsfulltrúa til starfa.

 

Starfið felur meðal annars í sér:

 • Umsjón með markaðsvarning, merkingum og útstillingum
 • Samfélagsmiðlar
 • Bókun og utanumhald á hópum og afmælum
 • Umsjón með heimasíðu
 • Vinna úr ábendingum viðskiptavina og fylgja eftir aðgerðum
 • Umsjón með styrkbeiðnum
 • Uppsetning auglýsinga fyrir tilboð, skjákerfi og plagöt.
 • Sölutækni starfsfólks
 • Símasvörun
 • Utanumhald kannanna o.fl.

Leitað er að jákvæðum og sveigjanlegum einstakling með góða færni í mannlegum samskiptum, hugmyndaríkur og góður í textagerð og prófarkarlestri.

Reynsla af sölumennsku og framúrskarandi söluhæfileikar eru skilyrði, auk áhuga og færni í markaðsmálum.  Einnig er þekking á hönnunarforrita svo sem InDesign, Photoshop, Illustrator kostur en ekki skilyrði.

Nánar >>

Umsóknarfrestur

24. maí

Tekið við umsóknum á

maria@smarativoli.isNánar >>

Starfsfólk óskast

 

101Barco er ört vaxandi fyrirtæki á sviði skemmti- og veitingastaða í miðbæ Reykjavíkur. Við óskum eftir þjónum og starfsfólki í eldhúsi . Ef þú ert ábyrgðarfull/ur, eldhress og dugleg/ur sendu  ferilskrá á barco@barco.is.

Góð laun í boði fyrir rétta aðila.

Tekið við umsóknum á

eyrun@barco.isNánar >>
null

Rafha leitar að kraftmiklum sölumanni til að sinna sölu á heimilistækjum, þjónusta viðskiptavini og hafa umsjón með sýningarsal.

Við ætlumst til að þú:

 • Hafir brennandi áhuga á sölumennsku og sért sannfærandi.
 • Hafir ótakmarkaða þjónustulund og góða samskiptahæfileika. 
 • Hafir frumkvæði og sért virkur og drífandi starfskraftur.
 • Getir leyst vandamál á sjálfstæðan og ábyrgðarfullan hátt.
 • Hafir góða tölvu- og tungumálakunnáttu. 
 • Sért stundvís, áreiðanlegur og reglusamur. 
 • Rafvirkjamenntun er kostur en ekki skilyrði.

Við bjóðum uppá:

 • Góð laun og árangurstengdar bónusgreiðslur.
 • Þægilegt hvetjandi vinnuumhverfi og góður vinnuandi.
 • Þjálfun og starfsþróun í boði.

Umsókn og ferilskrá óskast sendar á egill@rafha.is. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.

Nánar >>

Umsóknarfrestur

31. maí

Tekið við umsóknum á

egill@rafha.isNánar >>
Atvinnuvaktin