Okkur vantar góðan skapara

Okkur vantar góðan skapara

KVIK Reykjavík leitar að árangursdrifnum eldhúshönnuði
Hjá Kvik er markmiðið skýrt: Að selja nútímaleg eldhús, bað og fataskápalausnir á viðráðanlegu verði. Til að fylgja þessu eftir vantar okkur núna hörkuduglegan eldhúshönnuð með okkur í lið, sem hefur mikla sköpunar- gáfu, næmt auga fyrir smáatriðum og ríka þjónustulund. Sem eldhús-hönnuður hjá Kvik býðst þér markviss sölu- og vöruþjálfun bæði heima og erlendis.

Hversu KVIK þarftu að vera?
Við gerum kröfur um að þú hafir reynslu af sölu innréttinga eða sambærilegra vara og að þú sért árangursdrifin(n), hafir brennandi áhuga á sölumennsku og sért sannfærandi. Þú þarft að hafa góða tölvukunnáttu ásamt hæfni í mannlegum samskiptum. Þú ert dugleg(ur) til að skynja óskir viðskiptavinarins og getur með sköpunarhæfileikum uppfyllt drauma hans með nýjum innréttingum. Þú ert búin(n) mikilli orku og vilja til að vinna markvisst að settum markmiðum og ná árangri í starfi.

Sendu umsókn þína sem fyrst á egillin@reykjavik.kvik.dk

 
 

Umsóknarfrestur

31. desember

Tekið við umsóknum á

egillin@reykjavik.kvik.dk

Starfsmaður í gestamóttöku óskast

Starfsmaður í gestamóttöku óskast

Best Western Hótel Reykjavík óskar eftir að ráða starfsmann í fullt starf í gestamóttöku.

Starfssvið:

Bókanir, innritun, upplýsingagjöf, reikningagerð, afgreiðsla og önnur tilfallandi störf.

Hæfniskröfur:

Samskiptahæfni og þjónustulund

Góð íslensku- og ensku kunnátta

Gott vald á Norðurlandamáli og/eða þýsku kostur

 

Æskilegt er að umsækjandi sé 20 ára eða eldri, reyklaus og geti hafið störf sem fyrst.

Umsókn og ferilskrá sendist á Þórhalld Friðjónsson hótelstjóra, thorhallur@hotelreykjavik.is

Aðrar upplýsingar

Heimasíða hótelsins: http://hotelreykjavik.is/

 

Umsóknarfrestur

1. janúar

Tekið við umsóknum á

thorhallur@hotelreykjavik.is

Hamborgarasmiðjan

Hamborgarasmiðjan

Óskum eftir að ráða fólk í afgreiðslu og þjónustustörf.

Starfið felur í sér öll þau störf sem tilfalla á veitingastað

unnið er samkvæmt vaktaplani 2-2-3 og unnið á 10-11 tíma vöktum

Þetta er reyklaus vinnustaður.

VIÐ ERUM AÐ LEITA AÐ FÓLKI Í FULLT STARF

Umsóknarfrestur

11. janúar

Tekið við umsóknum á

smidjan@live.com

Viðskiptastjóri

Viðskiptastjóri

Greitt óskar eftir að ráða kraftmikinn og árangursdrifinn sölumann í starf viðskiptastjóra. Viðskiptastjóri kemur til með að þjónusta núverandi viðskiptavini og afla nýrra. 

Spennandi starf hjá fyrirtæki í örum vexti. 

Starfssvið:

 • Þjónusta stærri viðskiptavini
 • Greining sölutækifæra
 • Þátttaka í skipulagningu á sölu- og markaðsmálum fyrirtækisins
 • Öflun nýrra viðskiptavina / sala á lausnum Greitt
Menntun og hæfniskröfur:
 • Háskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af sölu til fyrirtækja og viðskiptastýringu er skilyrði 
 • Samningatækni
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði og drifkraftur
 • Skipulögð og öguð vinnubrögð

 

Aðrar upplýsingar

Greitt er sérhæfð greiðslumiðlun sem býður seljendum vöru og þjónustu á Íslandi veltuaukandi lausnir og bestu tækni við móttöku á greiðslum.

Fyrirtækið vinnur að því markmiði að einfalda og auka viðskipti á netinu. Meðal viðskiptavina Greitt eru smásölufyrirtæki, netverslanir, heildverslanir, ferðaþjónustufyrirtæki og önnur þjónustufyrirtæki

Umsóknarfrestur

31. janúar

Tekið við umsóknum á

umsoknir@greitt.is

Sölumaður á raftækjum

Sölumaður á raftækjum

Okkur bráðvantar metnaðarfullan sölumann, til að sinna sölu á heimilistækjum, þjónusta viðskiptavini og hafa umsjón með sýningarsal.

Við ætlumst til að þú:
Hafir brennandi áhuga á sölumennsku og sért sannfærandi.
Hafir ótakmarkaða þjónustulund og góða samskiptahæfileika.
Hafir frumkvæði og sért virkur og drífandi starfskraftur.
Getir leyst vandamál á sjálfstæðan og ábyrgðarfullan hátt.
Hafir góða tölvu- og tungumálakunnáttu.
Sért stundvís, áreiðanlegur og reglusamur.
Rafvirkjamenntun er kostur en ekki skilyrði.

Við bjóðum uppá:
Góð laun og árangurstengdar bónusgreiðslur.
Þægilegt hvetjandi vinnuumhverfi og góður vinnuandi.
Þjálfun og starfsþróun í boði.

Umsókn og ferilskrá óskast sendar á egill@rafha.is. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur

20. desember

Tekið við umsóknum á

egill@rafha.is

Fjármálastjóri

Fjármálastjóri

Leitað er að öflugum einstaklingi í krefjandi stjórnunarstarf, þar sem frumkvæði, samskiptafærni og skipulögð vinnubrögð fá að njóta sín. Fjármálastjóri tekur virkan þátt í stjórnun og stefnumótun. Í boði er krefjandi en jafnframt spennandi starf.


Starfs- og ábyrgðarsvið:

 • Dagleg umsjón með fjármálum fyrirtækisins
 • Stjórnendaupplýsingar til framkvæmdastjóra og stjórnar fyrirtækisins
 • Sjóðsstýring og ávöxtun fjármuna
 • Líkana-, áætlana- og skýrslugerðir
 • Umsjón með skilum á gögnum til endurskoðanda og opinberra aðila
 • Samskipti við fjármálastofnanir
 • Starfsmannamál

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun, framhaldsmenntun á sviði fjármála er kostur
 • Reynsla af rekstrarumhverfi  smásölu- og heildsölu fyrirtækja
 • Reynsla af stjórnunarstörfum
 • Reynsla af bókhaldsstörfum
 • Góð tölvukunnátta (Excel, Pivot, Dynamics Nav 2013) þekking á fleiri bókhaldskerfum mikill kostur
 • Öguð og skipulögð vinnubrögð byggð á metnaði og árangri
 • Framúrskarandi samskiptafærni og þjónustulund
 • Gott vald á íslensku og ensku er skilyrði

 

Aðrar upplýsingar

Greitt er sérhæfð greiðslumiðlun sem býður seljendum vöru og þjónustu á Íslandi veltuaukandi lausnir og bestu tækni við móttöku á greiðslum.

Fyrirtækið vinnur að því markmiði að einfalda og auka viðskipti á netinu. Meðal viðskiptavina Greitt eru smásölufyrirtæki, netverslanir, heildverslanir, ferðaþjónustufyrirtæki og önnur þjónustufyrirtæki

Umsóknarfrestur

31. janúar

Tekið við umsóknum á

umsoknir@greitt.is

BÍLSTJÓRAR

Bílstjórar Vanir bílstjórar óskast strax á búkollur og vörubíla á höfuðborgarsvæðinu. Reglusemi og stundvísi skilyrði. Áhugasamir sendið inn umsókn með ferilskrá á netfangið: anna@gtv.is GT hreinsun eh...

Leikskólakennari - Stakkaborg

Leikskólakennari óskast til starfa í leikskólann Stakkaborg, Bólstaðarhlíð 38, 105 Reykjavík. Stakkaborg er þriggja deilda leikskóli og þar dvelja 78 börn samtímis. Lögð er áhersla á frjálsan leik, úti...

Matreiðslumaður - Landsnet

Landsnet leitar að matreiðslumanni eða starfsmanni með mikla reynslu úr atvinnueldhúsi til starfa í mötuneyti Landsnets hf. Viðkomandi heyrir undir yfirmann mötuneytis. Áhersla er lögð á að mötuneytið ...

 

Atvinnuvaktin