Lagerstarfsmaður

Lagerstarfsmaður

Slippfélagið er rótgróið fyrirtæki sem er í stöðugum vexti. Við erum að leita af lagermanni

 • Tiltekt og afgreiðsla pantana
 • Vörumóttaka og frágangur
 • Önnur almenn lagerstörf
 • Almenn afgreiðsla og samskipti við viðskiptavini
 • Skilyrði er að umsækjandi hafi gott vald á íslensku

 

Umsóknarfrestur

21. apríl

Tekið við umsóknum á

smari@slippfelagid.isNánar >>

Sölumaður

Sölumaður

Slippfélagið er rótgróið fyrirtæki sem er í stöðugum vexti. Við erum að leita af sölumanni.

Starfssvið:

 • Sölumennska og afgreiðsla í verslun
 • Vöruframsetning og áfylling

Hæfniskröfur:

 • Reynsla af sölustörfum æskileg
 • Þekking á málningu
 • Tölvukunnátta
 • Sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð
 • Góð samskiptahæfni
 • Frumkvæði
 • Skilyrði er að umsækjandi hafi gott vald á íslensku

Umsóknarfrestur

30. apríl

Tekið við umsóknum á

smari@slippfelagid.isNánar >>

Uppvask & þrif 50%

Uppvask & þrif 50%

Við leitum að starfsmanni í þrif og uppvask í verslun okkar í Borgartúni 26. Um er að ræða 50% starf. Vinnutími er frá 10.00-14.00 alla virka daga. Mikilvægt er að viðkomandi hafi reynslu af störfum í atvinnueldhúsi og/eða þrifum.

We are looking for a part time worker to do the cleaning and the dishes in our restaurant/fish shop in Borgartún 26. The hours are from 10.00-14.00 mon-friday. Experience in restautant work or/and in cleaning jobs is mandatory.

 

 

Tekið við umsóknum á

glod@fylgifiskar.isNánar >>

Þerna / Housekeeping

Óskum eftir starfskrafti í þrif hjá íbúðahóteli í miðbæ Reykjavíkur. Í boði er fullt starf eða hlutastarf.

Vinsamlega sendið umsóknir á gudjonarnason@gmail.com

Apartment hotel in city centre of Reykjavik seeks full time and part time housekeepers.

Please send applications to gudjonarnason@gmail.com

Downtown Reykjavik Apartments

Rauðarárstíg 31

105 Reykjavík

www.dra.is

Tekið við umsóknum á

gudjonarnason@gmail.comNánar >>

Við leitum að hæfileikaríkum leiðsögumanni til starfa

Við leitum að hæfileikaríkum leiðsögumanni til starfa

Arcanum ferðaþjónusta Mýrdalsjökli sem sérhæfir sig í jöklaferðum óskar eftir því að ráða starfskraft til lengri eða skemmri tíma. 

Starfið felst í leiðsögn í ferðum Arcanum,  ásamt öðrum tilfallandi störfum innan fyrirtækisins.

Meginhluti starfsins felst í stuttum ferðum, svo sem vélsleðaferðum, jöklagöngu og fjórhjólaferðum. Starfið hentar vel þeim sem finnst gaman að umgangast fólk og vilja njóta útiveru.

Reynsla í fjallamennsku og starf innan björgunarsveita er kostur. Meirapróf (rúta og leigubílaréttindi) eru skilyrði.  Einnig er gerð krafa um mikla þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum og góða enskukunnáttu.

Fyrir nánari upplýsingar hafið samband  í síma 8583503 eða á netfangið larus@arcanum.is

Umsóknarfrestur

15. apríl

Tekið við umsóknum á

larus@arcanum.isNánar >>

BAR 7

BAR 7

Bar 7 Leitar að barþjónum til starfa í aukavinnu

Unnið er á vöktum og er vinnutími frá 16-23 eða 14-23. Blandaðar vaktir í boði.

 • Reynsla á bar ekki skilyrði en kostur
 • Aldurstakmark 20 ára
 • Verður að geta byrjað í lok apríl

 Frekari upplýsingar og umsóknir berist á bar11letsrock@gmail.com

 

Bar 7 is looking for bartenders part time

Shifts from either 16-23 or 14-23, mixed shifts available.

 • Bartending experience not required
 • Age limit 20 years.
 • Must be able to start in the end of april

 For application or more information, please send to bar11letsrock@gmail.com

Umsóknarfrestur

1. maí

Tekið við umsóknum á

bar11letsrock@gmail.comNánar >>

Laghentur lagerstarfsmaður óskast

Laghentur lagerstarfsmaður óskast

Hjá Kvik er markmiðið skýrt: Að selja nútímaleg eldhús, bað- og fataskápalausnir á viðráðanlegu verði. Vegna aukinna verkefna, vantar okkur núna hörkuduglegan lagerstarfsmann með okkur í lið með næmt auga fyrir smáatriðum og ríka þjónustulund.

Verkefnin eru vörumóttaka á heimilistækjum og innréttingum ásamt tiltekt og afgreiðsla pantana. Hluti af starfinu felst í samsetningu skápa, uppsetningu innréttinga, lagerstýringu og skipulagningu vörulagers ásamt öðrum tilfallandi störfum. Reynsla af smíðum er kostur, en ekki skilyrði.

Hversu KVIK þarftu að vera?
Við gerum kröfu um að þú getir unnið sjálfstætt og hafir gott skipulag. Þú þarft að geta unnið undir álagi og eiga auðvelt með mannleg samskipti. Góð líkamleg heilsa er skilyrði og hafa bílpróf.

Sendu umsókn þína sem fyrst á egill@rafha.is

Nánar >>

Umsóknarfrestur

24. apríl

Tekið við umsóknum á

egill@rafha.isNánar >>

Rafvirki á verkstæði

Rafvirki á verkstæði

Rafha leitar að úrræðagóðum og þjónustulunduðum rafvirkja til starfa á verkstæði Rafha fyrir heimilis- og raftæki. Um er að ræða skemmtilegt, fjölbreytt og krefjandi starf.

Helstu verkefni

 • Þjónusta og viðgerðir á stórum sem smáum heimilistækjum.
 • Aðstoða viðskiptavini, bilanagreining og úrlausn vandamála.
 • Pöntun og frágangur varahluta.
 • Símaþjónusta.

Hæfniskröfur

 • Rafvirkjamenntun eða sambærileg menntun.
 • Góða þjónustulund og samskiptahæfni.
 • Reynsla af heimilistækjaviðgerðum er kostur en ekki skilyrði.
 • Enskukunnátta og helst kunnátta í skandínavískum málum.

Sendu umsókn þína sem fyrst á egill@rafha.is

Umsóknarfrestur

24. apríl

Tekið við umsóknum á

egill@rafha.isNánar >>

Verkefnastjóri á sviði rafmagns

Verkefnastjóri á sviði rafmagns

Samorka óskar eftir að ráða drífandi einstakling sem býr yfir miklu frumkvæði, skipulögðum vinnubrögðum og getu til að sinna mikilvægum og spennandi verkefnum.

Samorka eru samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Aðildarfélög Samorku eru um 50 talsins og með starfsemi um allt land. Samtökin eru aðilar að Samtökum atvinnulífsins og eru staðsett í Húsi atvinnulífsins að Borgartúni 35.

Hlutverk samtakanna er að starfrækja trúverðugan, fræðandi og jákvæðan vettvang um starfsemi orku- og veitufyrirtækja og styrkja þannig stöðu þeirra og rekstur.

Helstu verkefni:
• Móta starfsumhverfi orku- og veitugeirans.
• Umsjón með starfi fag- og málefnahópa sem starfa á vettvangi samtakanna.
• Skipulagning og umsjón með framkvæmd opinna funda um málefni orku- og veitugeirans.

Nánar >>

Umsóknarfrestur

4. apríl

Tekið við umsóknum á

pall@samorka.isNánar >>

Rekstrarvörur óska eftir að ráða sölumann til starfa.

Rekstrarvörur óska eftir að ráða sölumann til starfa.

Í boði er starf hjá rótgrónu og traustu fyrirtæki.

Starfið felur í sér heimsóknir og sölu á  almennum rekstrarvörum  og hjúkrunarvörum til heilbrigðisstofnanna, dvalarheimila, sambýla, læknastofa og apóteka.

Starfinu geta fylgt ferðalög, innanlands og erlendis.

Leitað er að aðila með reynslu af sölustörfum og helst reynslu af því að starfa í heilbrigðis- og/eða umönnunargeiranum.

Viðkomandi þarf að hafa áhuga á mannlegum samskiptum, geta sýnt sjálfstæð vinnubrögð, vera jákvæð/ur og með ríka þjónustulund.

Vinnutími er 8:00-16:00 mánudaga til föstudaga.

Leitað er að áhugasömum, ábyrgum og þjónustulunduðum aðila sem getur hafið störf fljótlega.

Rekstrarvörur er reyklaus vinnustaður.

 

Umsjón með ráðningu er í höndum Sigurlaugar Þóru Kristjánsdóttur Fræðslu-og starfsmannastjóra Rekstrarvara, umsóknir skulu sendar ásamt ferilskrá og kynningabréfi á sigurlaug@rv.is

Nánar >>

Umsóknarfrestur

5. apríl

Tekið við umsóknum á

sigurlaug@rv.isNánar >>

Hópferðabílstjórar

Hópferðabílstjórar

Ferðin byrjar hér!

Við leitum að hressum ferðafélögum með ríka þjónustulund í hópinn. 

Í boði eru 100% störf í vaktavinnu, hlutastörf og sumarstörf.

Starfssvið

 • Akstur bifreiða og þjónusta við farþega.
 • Umsjón og umhirða bifreiða.
 • Vinna eftir umhverfis-, öryggis- og gæðastöðlum fyrirtæksins.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Aukin ökuréttindi D.
 • Reynsla af akstri hópferðabíla er æskileg.
 • Hreint sakavottorð.
 • Íslensku- og/eða enskukunnátta.
 • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Snyrtimennska og stundvísi.
 • Jákvæðni, drifkraftur og sjálfstæð vinnubrögð.

Nánari upplýsingar veitir Þór Bínó Friðriksson á netfanginu bino@re.is.

Tekið er á móti umsóknum rafrænt á jobs.re.is ásamt ferilskrá og mynd. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um.

Nánar >>

Umsóknarfrestur

31. mars

Tekið við umsóknum á

Sækja um >>Nánar >>

Starfsfólk óskast

Starfsfólk óskast

Afgreiðsla og eldhús

 • Við leitum að einstaklingum í 10-40% starf. Umsækjandi þarf að vera 18 til 28 ára.
 • Góð íslenskunnátta
 • Vinnutími er frá 16:00 til 21:00 að Bæjarhrauni 4.

 

Umsóknarfrestur

12. maí

Tekið við umsóknum á

charin_79@hotmail.comNánar >>

Umsjónarkennari

Umsjónarkennari

Við auglýsum eftir að ráða frá 1. maí 2017(helst) eða frá og með næsta skólaári (1. ágúst 2017):
Umsjónarkennara í fullt framtíðarstarf sem getur tekið að sér kennslu á öllum stigum og flestar námsgreinar (nema sund).

Menntun, reynsla og metnaður:

 • Grunnskólakennari með leyfisbréf til kennslu
 • Vinna eftir fjölbreyttum kennsluaðferður, t.d. útikennslu, byrjendalæsi og samþættingu námsgreina
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Áhugi á að vinna að uppbyggingu skóla og skólasamfélags
 • Starfið hentar konum og körlum

Ljósrit af leyfisbréfi eða prófgráðum eða staðfesting á námi skal fylgja umsókn ásamt sakavottorði.

Grunnskólinn á Borgarfirði eystra er heildstæður grunn- og leikskóli þar sem litið er á nám nemdenda frá leikskóla til grunnskóla sem eina heild.

Nánar >>

Umsóknarfrestur

7. apríl

Tekið við umsóknum á

skolastjorigbe@ismennt.isNánar >>
Atvinnuvaktin