Starfsmaður óskast í 50-80% Vinnu

Um okkur

Loftræstihreinsun er fyrirtæki sem vinnur um allt land, en er staðsett á höfuborgarsvæðinu og sinnir viðhaldi og hreinsun á stórum sem smáum loftræstikerfum.

Starfslýsing

Starfið felst í hreingerningum og viðhaldi loftræstikerfa og hreinsun á tækjabúnaði. Starfsmenn vinna í teymi þar sem allir eru jafnir og fellst nær öll vinnan í samvinnu. Starfsmenn eru ráðnir í 50-80% vinnu.

Hæfniskröfur

 • Engir öndunarsjúkdómar
 • Ekki með innilokunakennd.
 • Ekki Lofthræddir.
 • 20 ára eða eldri.
 • Hreint sakavottorð
 • Tala góða íslensku
 • Æskilegt að umsækender sjéu með bílpróf.
 • Vinnuvélaréttindi er kostur.

Umsóknarfrestur

17. apríl

Tekið við umsóknum á

loftraesti@simnet.isNánar >>

Matreiðslumaður og matreiðslunemi óskast

Matreiðslumaður og matreiðslunemi óskast

Hótel Reykjavík Centrum leitar að matreiðslumanni og matreiðslunema í okkar góða hóp.

Á Hótel Reykjavík Centrum eru tveir veitingastaðir, Uppsalir Bar & Café sem er bistro/kaffihús með léttan og skemmtilegan matseðil og hins vegar Fjalakötturinn sem er veitingastaður með áherslu á íslenska nútímamatreiðslu.

Matreiðslumaðurinn verður að vera með sveins- eða meistararéttindi en neminn má vera nýbyrjaður eða lengra kominn í náminu.

Umsóknarfrestur

10. apríl

Tekið við umsóknum á

saevar@hotelcentrum.isNánar >>

Lagerstarf

Slippfélagið óskar eftir að ráða starfsmann á lager og í útkeyrslu. Um framtíðarstarf er að ræða.

Starfssvið:

 • Vörumóttaka
 • Pantanatiltekt
 • Útkeyrsla
 • Almenn lagerstörf

Hæfniskröfur

 • Stundvísi
 • Hæfni í mannlegum samskiptum

Umsóknarfrestur

15. apríl

Tekið við umsóknum á

smari@slippfelagid.isNánar >>

Sérfræðingur í hagmálum

Sérfræðingur í hagmálum

Við óskum eftir dugmiklum og samskiptafærum viðskiptafræðingi til starfa við Hagmál Orkuveitu Reykjavíkur. Um er að ræða krefjandi og fjölbreytt starf í góðu starfsumhverfi. Hagmál OR starfa sem þjónustueining fyrir dótturfélög samstæðunnar sem samanstendur af OR Veitum, Orku Náttúrunnar og Gagnaveitunni. Hagmál annast m.a. áætlunargerð af ýmsu tagi, kostnaðargreiningar og skýrslugerð.

 

Starfs- og ábyrgðarsvið:

 • Fjárhagsáætlanagerð
 • Arðsemisgreiningar 
 • Rekstrareftirlit og kostnaðargreiningar
 • Aðstoð við uppgjör fyrirtækisins
 • Ýmis upplýsingagjöf og skýrslugerð

Menntunar- og hæfnikröfur:

 • Háskólamenntun í viðskiptafræði, af reikningshalds eða fjármálasviði
 • Mjög góð reynsla og þekking af reikningshaldi 

Nánar >>

Umsóknarfrestur

8. apríl

Tekið við umsóknum á

Sækja um >>Nánar >>

Rannsóknarmenn

Rannsóknarmenn

Starfssvið

Starfið felst í aðstoð við rannsóknir og almennri vinnu á tilraunastofu Matís á sviði líftækni og örverufræði.

Starfshlutföll eru 75-100%.  Viðkomandi mun starfa við rannsóknastofu Matís við Vínlandsleið 12.

Hæfniskröfur

 • Reynsla af rannsóknastofustörfum æskileg
 • Vandvirkni og nákvæmni í vinnubrögðum
 • Lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Metnaður til að ná árangri í starfi.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Frekari upplýsingar veitir Dr. Hörður G. Kristinsson, hordur@matis.is, og Jón H. Arnarson, jon@matis.is,  í síma 422 5000.

Umsóknarfrestur

31. mars

Tekið við umsóknum á

Sækja um >>Nánar >>

UNICEF leitar eftir götukynnum á Norðurlandi

UNICEF leitar eftir götukynnum á Norðurlandi

Býrð þú á Akureyri? Ertu í leit að skemmtilegu og krefjandi sumarstarfi?

UNICEF á Íslandi leitar að hressu og drífandi fólki til að taka þátt í spennandi verkefni á Norðurlandi í sumar. Verkefnið mun standa yfir í 6-8 vikur, frá miðjum júní, og miðar að því að kynna baráttu UNICEF fyrir réttindum barna.

Um er að ræða 100% starf sem fer fram utandyra og er um að ræða vinnu á virkum dögum og einhverja helgarvinnu.

Við erum að leita að þér ef þú…

 • ert á aldrinu 18-35 ára.
 • hefur áhuga á að stíga út fyrir þægindarammann.
 • ert opin/nn og hefur ánægju af því að tala við annað fólk.
 • vinnur vel í hópi fólks en ert jafnframt sjálfstæð/ur í vinnubrögðum.
 • finnst gaman að takast á við krefjandi verkefni og gefst ekki upp þó á móti blási.

Nánar >>

Umsóknarfrestur

1. apríl

Tekið við umsóknum á

annamargret@unicef.isNánar >>

Hàrsnyrting/hàrgreiðsla

Hársnyrtistofan Korner óskar eftir sveini eða nema á loka ári í fulla vinnu sem fyrst. Einnig er í boði stólaleiga á mjõg góðum kjõrum bæði 50 eða 100%.  Umsóknir berist á netfangið: gaggakorner@gmail.com eða á staðnum. Upplýsingar í síma 8974878 eða 5444900. Umsóknarfrestur er til 30. mars 2015.

Umsóknarfrestur

30. mars

Tekið við umsóknum á

gaggakorner@gmail.comNánar >>

Sölufulltrúar óskast til starfa!

Sölufulltrúar óskast sem fyrst til starfa í söluver okkar. Í boði eru störf á dagvöktum kl. 9-16 og á kvöld- og helgarvöktum.

Kvöld- og helgarvaktir getað hentað vel fólki í námi!

Starfsmenn okkar eru á breiðu aldursbili og við hvetjum því jafnt yngri sem eldri til að sækja um! Lágmarksaldur er þó 20 ár.

Í boði eru góðir tekjumöguleikar, fjölbreytt verkefni og vinnuaðstaða eins og hún gerist best.

Reynsla af sölumennsku er kostur en alls ekki nauðsynleg.

Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á oflun@oflun.is

Upplýsingar í síma 530 0800.

Umsóknarfrestur

30. mars

Tekið við umsóknum á

oflun@oflun.isNánar >>

Persónulegur aðstoðarmaður/ Personal assistant

Persónulegur aðstoðarmaður óskast

 

Ég óska eftir persónulegum aðstoðarmanni sem hefur áhuga á að aðstoða mig við athafnir daglegs lífs. Aðstoðin fer fram innan heimilis og utan þess. Ég er háskólamenntaður, hreyfihamlaður og notast við rafknúinn hjólastól. Ég er búsettur í Reykjavík. Persónulegur aðstoðarmaður þarf að vera áreiðanlegur, reglusamur, reyklaus, heiðarlegur, stundvís og hafa ríka þjónustulund. Sveigjanleiki í starfi er nauðsynlegur. Æskilegur aldur er 25-40 ára en ekki skilyrði. Ekki er gerð krafa um að umsækjendur hafi reynslu af því að vinna með fötluðu fólki.

Personal assistant is required

I seek for a personal assistant who can help me with my daily routine both in my home and outside. I am a physically disabled guy, I use an electric wheelchair and I live in Reykjavik. The personal assistant needs to be reliable, organized, non-smoker, honest, flexible and responsible. Age range is approximately 25-40 years old. It is not required to have any working experience with people with disabilities. It is only required to be open minded and willing to be helpful.

Nánar >>

Umsóknarfrestur

3. apríl

Tekið við umsóknum á

eie1@hi.isNánar >>

Hárgreislufólk athugið !

Við getum bætt við hárgreiðslusvein- eða meistara í 50-100% stólaleigu eða 50-100% vinnu. Stór og flott hárgreiðslustofa á besta stað í miðbænum. Góðir tekjumögleikar í boði fyrir rétta aðila.

Fullum trúnaði heitið.

Umsóknir sendist á sara@faktum.is

Umsóknarfrestur

1. apríl

Tekið við umsóknum á

sara@faktum.isNánar >>
Atvinnuvaktin