× Þessi auglýsing er útrunnin

Úttektarfulltrúi á flugrekstrarsviði

Á fleygiferð í fluginu

Við leitum að afburðasnjöllum úttektarfulltrúa sem tjáir sig af innlifun um flugvernd og flugöryggi. Við bjóðum spennandi verkefni sem kalla á frumkvæði, nákvæmni og  færni í mannlegum samskiptum. Starfið krefst 100% skipulagshæfni og ástríðu fyrir regluverki. Fluggáfa og ferðagleði er kostur. Á þetta við um þig?

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

  • Undirbúningur úttekta og uppfærsla gátlista.
  • Úttektir vegna flugverndar erlendis og innanlands og fylgjast með að framkvæmd þeirra sé skv. áætlun.
  • Framkvæmd innri úttekta og á samningum.
  • Uppfærsla á handbókum vegna flugverndar.
  • Flugverndarþjálfun áhafna og annarra starfsmanna WOW air.
  • Skýrslugerð, úrvinnsla og eftirfylgni frávika.

Menntun, kunnátta og reynsla sem starfið krefst:

  • Áhugi og/eða kynni af flugi, flugvernd og flugöryggi.
  • Þekking á gæðakerfum og úttektaraðferðum.
  • Grunnþekking á flugvernd og flugverndarkröfum er kostur sem og þekking á AIR OPS, PART-M og viðeigandi reglugerðum.
  • Framúrskarandi enskukunnátta bæði á töluðu og rituðu máli.
  • Mjög góð tölvukunnátta.
  • Geta til að ferðast töluvert vegna starfsins.
  • Hugmyndarík nálgun verkefna og lausnamiðaður samskiptastíll
  • Gott auga fyrir smáatriðum og þétt eftirfylgni með verkefnum.
  • Frumkvæði í starfi og geta til að vinna sjálfstætt.

Aðrar upplýsingar

Vinsamlega sendið umsóknir á starf@wow.is með ferilskrá og kynningarbréfi merkt "Úttektarfulltrúi á flugrekstrarsviði" fyrir lok dags þann 31. október 2014.

Umsóknarfrestur til

31. október

Tekið við umsóknum á

Stikkorð

gæðaeftirlit, flug, úttektir, flugvernd, flugöryggi

Flokkar