× Þessi auglýsing er útrunnin

Náttúrustofa Vestfjarða auglýsir starf forstöðumanns laust til umsóknar

Náttúrustofa Vestfjarða er alhliða rannsóknar- og þjónustustofnun í náttúrufræðum á Vestfjörðum. Náttúrustofan er rekin af sveitarfélögum á Vestfjörðum með stuðningi ríkisins. Náttúrustofan starfar samkvæmt lögum Náttúrufræðistofnun Íslands og Náttúrustofa nr. 60/1992 og lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum nr. 64/1994.

Stafssvið forstöðumanns:                                                                                                  

  • Ábyrgð á daglegum rekstri Náttúrustofunnar
  • Ábyrgð á rekstri Náttúrugripasafns Bolungarvíkur og Sjóminjasafnsins Ósvarar
  • Áætlanargerð
  • Umsjón rannsókna
  • Stjórnun mannauðs
  • Samskipti við stjórnvöld og samstarfsaðila

Menntun og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf í náttúrufræðum og reynsla af rannsóknum eru skilyrði
  • Framhaldsmenntun er æskileg
  • Stjórnunar- og rekstrarreynsla
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og uppbyggilegt viðmót
  • Hæfni í ræðu og riti á íslensku og ensku

Starfsaðstaða forstöðumanns er í Bolungarvík. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 1. ágúst 2015. Laun samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

 

Aðrar upplýsingar

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknir skal senda til stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða, Aðalstræti 21, 415 Bolungarvík eða á netfangið bodvar@nave.is fyrir 6. júní 2015. Nánari upplýsingar veitir Daníel Jakobsson formaður stjórnar í síma: 820-6827. 

Auglýsandi

Náttúrustofa Vestfjarða

Umsóknarfrestur til

6. júní

Tekið við umsóknum á

Stikkorð

Náttúrustofa Vestfjarða Forstöðumaður Stjórnunarstarf

Landsvæði

Flokkar