× Þessi auglýsing er útrunnin

Deildarfulltrúi MPM-náms – tímabundin ráðning

Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík leitar að kraftmiklum einstaklingi í fjölbreytt og krefjandi starf deildarfulltrúa MPM-námsins.

Um er að ræða 50% starf til eins árs.

STARFSSVIÐ

  • Dagleg samskipti og þjónusta við nemendur og kennara.
  • Þátttaka í markaðssetningu  og að byggja upp samskipti við útskrifaða nemendur.
  • Undirbúningur og framkvæmd viðburða er tengjast MPM-náminu.
  • Ritstjórn á vef  námsins.
  • Umsjón  umsókna, útskrifta og kennsluáætlana.
  • Aðstoða forstöðumann og stjórn MPM-náms í stöðugu umbótastarfi.

 

Í boði er spennandi starf í metnaðarfullu og lifandi háskólaumhverfi. Starfið  veitir ýmis tækifæri til að sýna frumkvæði með það að markmiði að skapa framúrskarandi náms- og vinnuumhverfi fyrir nemendur.

HÆFNISKRÖFUR 

  • Háskólapróf, MPM-gráða er kostur.
  • Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Mikil skipulagshæfni og frumkvæði í starfi.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta (bæði í töluðu og rituðu  máli).
  • Áhugi á markaðsmálum og reynsla á því sviði.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf um miðjan ágúst 2015.

Nánari upplýsingar um starfið veita Sigrún Þorgeirsdóttir (sigrunth@ru.is), skrifstofustjóri tækni- og verkfræðideildar, og Helgi Þór Ingason (helgithor@ru.is), forstöðumaður MPM-náms Háskólans í Reykjavík.  Umsóknarfrestur er til og með 6. júlí 2015 og skal umsóknum skilað á vef  Háskólans í Reykjavík, http://www.ru.is/lausstorf. Farið er með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.

 

Aðrar upplýsingar

Hlutverk Háskólans í Reykjavík er að skapa og miðla þekkingu til að auka samkeppnishæfni og lífsgæði fyrir einstaklinga og samfélag með siðgæði, sjálfbærni og ábyrgð að leiðarljósi. Akademískar deildir háskólans eru fjórar: lagadeild, tölvunarfræðideild, tækni- og verkfræðideild og viðskiptadeild. Kennsla og rannsóknir við Háskólann í Reykjavík mótast af sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag. Lögð er áhersla á þverfagleika, alþjóðlegt umhverfi, ny?sköpun og góða þjónustu. Nemendur Háskólans í Reykjavík eru um 3500  og starfa um 240 fastir starfsmenn við háskólann, auk fjölda stundakennara.

Auglýsandi

Háskólinn í Reykjavík

Umsóknarfrestur til

6. júlí

Landsvæði

Flokkar