× Þessi auglýsing er útrunnin

Ráðstefnu- og viðburðaráðgjöf – sölufulltrúi

Grand Hótel Reykjavík leitar að öflugri manneskju í ráðstefnu- og viðburðaráðgjöf.

Helstu verkefni:

  • Tilboðsgerð og sala í ráðstefnudeild
  • Bókanir og ráðgjöf
  • Umsjón viðburða

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Góð tungumálakunnátta
  • Jákvæðni og rík þjónustulund
  • Nákvæmni og sjálfstæð vinnubrögð
  • Góðir skipulagshæfileikar
  • Haldgóð menntun og reynsla sem nýtist í starfi
  • Góðir samskiptahæfileikar

Umsókn ásamt ferilskrá sendist á salvor@grand.is fyrir 11. septermber nk.

 

Aðrar upplýsingar

Grand Hótel Reykjavík er fjögurra stjörnu ráðstefnuhótel fyrir ferðamenn og ráðstefnugesti sem vilja njóta glæsilegrar aðstöðu og framúrskarandi þjónustu. Á Grand Hótel Reykjavík eru 311 herbergi og 15 ráðstefnu- og veislusalir. Hótelið er staðsett í rólegu umhverfi rétt við Laugardalinn.

Grand Hótel Reykjavík hefur hlotið Svansvottun Norræna umhverfismerkisins og einnig vottun frá Tún, eftirlits- og vottunarstofu fyrir lífræna og sjálfbæra framleiðslu. Svansvottunin tryggir að hæstu gæðakröfur hvað varðar umhverfis- og heilbrigðismál séu uppfylltar.

www.grand.is

Auglýsandi

Grand Hótel Reykjavík

Umsóknarfrestur til

11. september

Tekið við umsóknum á

Landsvæði

Flokkar