× Þessi auglýsing er útrunnin

Starfsfólk jarðhitasýningar í Hellisheiðarvirkjun

Ertu ON?

Orka náttúrunnar leitar að öflugum og þjónustulunduðum einstaklingum til að sjá um móttöku gesta á jarðhitasýningu ON, sem staðsett er á Hellisheiði. Viðkomandi mun tilheyra markaðs- og kynningarsviði fyrirtækisins. Starfið er áhugavert þar sem framundan er uppbyggingá jarðhitasýningu ON og samþætting hennar við uppbyggingu vörumerkis ON.

Starfs- og ábyrgðarsvið:

  • Móttaka gesta á jarðhitasýninguna á Hellisheiði
  • Kynning á starfsemi fyrirtækisins og orkunýtingu á Íslandi
  • Umsjón með bókunum gesta
  • Önnur störf við gestamóttökuna

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
  • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
  • Gott vald á íslensku og ensku
  • Önnur tungumálakunnátta kostur
  • Þekking á jarðfræði og jarðvarmanýtingu eða leiðsögunám kostur

Aðrar upplýsingar

Við hvetjum jafnt konur og karla til að sækja um starfið

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið rökstudd. Nánari upplýsingar um starfið veitir Bryndís Ernstsdóttir, mannauðssérfræðingur gegnum netfangið starf@on.is.Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Orka náttúrunnar er annað stærsta orkufyrirtæki landsins. Fyrirtækið byggir á mikilli þekkingu og reynslu í orkuvinnslu. Leiðarljós okkar er að bjóða rafmagn á samkeppnishæfu verði til allra landsmanna. Hjá ON er jákvæður starfsandi sem einkennist af sterkri liðsheild, uppbyggilegum skoðanaskiptum og virðingu í samskiptum.

Auglýsandi

Gagnaveita Reykjavíkur

Umsóknarfrestur til

13. september

Tekið við umsóknum á

Flokkar