× Þessi auglýsing er útrunnin

Við leitum að ljósleiðaratækni

Gagnaveita Reykjavíkur leitar að samviskusömum og þjónustulunduðum starfsmanni til liðs við Ljósleiðaradeild fyrirtækisins. Fyrirtækið á og rekur umfangsmikið ljósleiðarakerfi á Suðvesturlandi. Meginhlutverk Ljósleiðaradeildar er uppbygging, viðhald og rekstur ljósleiðarakerfis.

 

Starfs- og ábyrgðarsvið:

Meginhlutverk ljósleiðaratæknis er afhending ljósleiðarasambanda til viðskiptavina, ásamt viðhaldi og viðgerðum á ljósleiðarakerfi. Í því felst m.a.:

  • Uppsetning innanhússlagna, jafnt ljósleiðaralagna sem og smáspennulagna
  • Uppsetning netþjónustutækja og ljósbreyta
  • Virkjun fjarskiptaþjónustu
  • Viðhald og viðgerðir á ljósleiðarakerfi
  • Vöktun og eftirlit á ljósleiðarakerfi
  • Vinna við ljósleiðarabúnað í tengistöðvum

 Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Iðnmenntun sem nýtist í starfi, s.s. rafvirkjun, rafeinda- eða símvirkjun
  • Reynsla eða þekking á ljósleiðaratækni er kostur
  • Reynsla af uppsetningum netkerfa og þekking á þráðlausum netbúnaði
  • Fagleg, markviss og öguð vinnubrögð
  • Þjónustulund, samskiptahæfni og snyrtimennska

 Starfið hentar jafnt körlum sem konum. 

Aðrar upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Dagný Jóhannesdóttir, Verkefnastjóri, í netfanginu Dagny.Johannesdottir@gagnaveita.is

Auglýsandi

Gagnaveita Reykjavíkur

Umsóknarfrestur til

14. september

Tekið við umsóknum á

Landsvæði

Flokkar