× Þessi auglýsing er útrunnin

Spennandi starf tengt ferðaþjónustu

Enduro Adventure leitar að öflugum einstakling til starfa í sölu og markaðssetningu. Enduro Adventure er lítið ferðaþjónustufyrirtæki sem er eina sinnar tegundar á Íslandi sem sérhæfir sig í Enduro mótorhjólaferðum um slóða og fáfarna fjallvegi um land allt.

Fyrirtækið starfar að mestu á tímabilinu júní-september/október. Um er að ræða sumarstarf með möguleika á áframhaldandi starfi í vetur, minna að umfangi. Gæti hentað duglegum einstaklingum með námi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

 

Starfslýsing:

  • Sala ferða og tilboðsgerð
  • Samskipti og upplýsingagjöf til viðskiptavina
  • Bókanir, eftirfylgni og reikningagerð
  • Almenn skrifstofustörf
  • Sjá um uppfærslur á  netmiðlum t.d facebook, twitter ofl.

 

Starfsaðstaða:

Enduro Adventure er með höfuðstöðvar í eigin atvinnuhúsnæði sem staðsett er í Rauðhellu Hafnarfirði, þar er góð skrifstofuaðstaða á efri hæð ásamt kaffistofu, setustofu og salerni. Á neðri hæð er móttaka viðskiptavina, salerni, gallaherbergi og þjónustuverkstæði fyrir búnað og tæki fyrirtækisins.

 

Hæfniskröfur og reynsla:

  • Stundvísi, sjálfstæði, frumkvæði, dugnaður og góðir skipulagshæfileikar mjög mikilvægt
  • Góð enskuhæfni í tali og sér í lagi ritun.-íslenska (þarf ekki að vera fullkomin)
  • Mikil þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Almen góð tölvukunnátta
  • Áhugi á landi og ferðamennsku mikill kostur
  • Bókhaldskunnátta alls ekki nauðsynleg

 

Aðrar upplýsingar

Allar frekari upplýsingar veitir Kristbjörn (Bubbi) í síma 8990816 og Margrét í 6994001.

bubbi@enduroadventure.is 

Vefsíða fyrirtækisins: www.enduroadventure.is

Launakjör: Byrjunarlaun skv. kjarasamningum skrifstofufólks hjá VR. Við bætist 5% af öllum seldum ferðum svo að tekjumöguleikar geta því verið góðir.

Auglýsandi

Enduro Adventure ehf

Umsóknarfrestur til

16. júní

Tekið við umsóknum á

Flokkar