× Þessi auglýsing er útrunnin

KENNARI HJÁ TÆKNIDEILD ICELANDAIR

Ertu hæfileikaríkur leiðbeinandi? Geturðu útskýrt flókna hluti með gleði? Er þolinmæði einn af þínum kostum?

Ef eitthvað af þessu á við þig þá gæti starf kennara hjá Icelandair Technical Training (ITT) verið rétta starfið fyrir þig. Starfið felst í að taka virkan þátt í uppbyggingu og kennslustarfi kennsludeildar ITT. ITT er deild innan Icelandair Technical Services sem gegnir mikilvægu hlutverki í þjálfunarferli allra starfsmanna ITS og lögð er áhersla á góðan starfsanda í deildinni.

 STARFSSVIÐ:

  • Kenna verkferla fyrirtækisins, m.a. MOE (CRS procedures) CAME og önnur tilfallandi námskeið
  • Kenna Human Factors og önnur öryggisnámskeið, s.s. Fuel Tank Safety, EWIS, o.fl.
  • Kennsla á Boeing 757, Boeing 737NG og MAX ásamt Boeing 767 réttindanámskeiðum
  • Undirbúa kennslu og kennsluefni fyrir ofangreint
  • Önnur tilfallandi námskeið

 HÆFNISKRÖFUR:

  • Flugvirkjamenntun með EASA Part 66 skírteini B1 og B2
  • Tegundaráritun á Boeing 737, 757 eða 767
  • Reynsla af flugvélaviðhaldi
  • CRS réttindi á einhverja af ofangreindum flugvélategundum er kostur
  • Vönduð vinnubrögð og jákvætt viðmót eru nauðsynlegir kostir fyrir þetta starf
  • Mikilvægt er að geta unnið vel í hóp
  • Frumkvæði og dugnaður

Nánari upplýsingar veita:

Valgeir Rúnarsson, valgeirr@its.is

Steinunn Una Sigurðardóttir, unasig@icelandair.is

Umsókn ásamt ferilskrá óskast fyllt út á heimasíðu Icelandair, www.icelandair.is/umsokn, eigi síðar en 29. júlí 2016.

Auglýsandi

Icelandair

Umsóknarfrestur til

29. júlí

Tekið við umsóknum á

Flokkar