× Þessi auglýsing er útrunnin

Akademísk staða í stærðfræði

Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík auglýsir eftir akademískum starfsmanni í stærðfræði. Ráðið verður í stöðu lektors, dósents eða prófessors og verður starfsheitið ákvarðað út frá hæfismati. 

Starfssvið

  • Kennsla stærðfræðigreina í grunn- og meistaranámi í verkfræði og tæknifræði.
  • Mótun stærðfræðikennslu og námskrár í stærðfræði við tækni- og verkfræðideild.
  • Rannsóknir, gjarnan á sviði hagnýtrar stærðfræði eða tölfræði.
  • Þátttaka í stjórnsýslu deildar og kynningarstarfi.

Hæfniskröfur

  • Doktorsgráða í stærðfræði.
  • Frekari reynsla af rannsóknarstörfum er kostur.
  • Kennslureynsla og metnaður í kennslu.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

Nánari upplýsingar um starfið veita Guðrún Sævarsdóttir, forseti tækni- og verkfræðideildar, gudrunsa@ru.is, og Sigrún Þorgeirsdóttir, skrifstofustjóri deildarinnar, sigrunth@ru.is. Umsóknum ásamt starfsferilskrá, afriti af viðeigandi prófskírteinum, yfirliti yfir fræðastörf og reynslu af kennslu, afritum af helsta birta efni og meðmælum, skal skilað á vef Háskólans í Reykjavík hér að neðan, fyrir 15. september 2016.

Farið er með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál

Aðrar upplýsingar

Nánari upplýsingar um starfið veita Guðrún Sævarsdóttir, forseti tækni- og verkfræðideildar, gudrunsa@ru.is, og Sigrún Þorgeirsdóttir, skrifstofustjóri deildarinnar, sigrunth@ru.is. Umsóknum ásamt starfsferilskrá, afriti af viðeigandi prófskírteinum, yfirliti yfir fræðastörf og reynslu af kennslu, afritum af helsta birta efni og meðmælum, skal skilað á vef Háskólans í Reykjavík hér að neðan, fyrir 15. september 2016.

Farið er með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.

Auglýsandi

Háskólinn í Reykjavík

Umsóknarfrestur til

14. september

Tekið við umsóknum á

Stikkorð

Kennsla, stærðfræði

Flokkar