× Þessi auglýsing er útrunnin

RAFEINDAVIRKI

Norðurál Grundartanga óskar að ráða rafeindavirkja í dagvinnu. Leitað er að metnaðarfullum og traustum einstaklingi sem hefur áhuga á margþættum og krefjandi verkefnum. Um framtíðarstarf er að ræða.

Verksvið og ábyrgð

  • Fyrirbyggjandi viðhald m.a. á fjarstýringum og mælitækjum
  • Umsjón með brunakerfi og myndavélakerfi.
  • Tæknilegur stuðningur og ráðgjöf um rafeindabúnað, hvort sem um er að ræða breytingar, viðgerðir eða nýsmíði

Hæfniskröfur

  • Sveinspróf/Meistarapróf í rafeindavirkjun og a.m.k. tveggja ára starfsreynsla frá sveinsprófi
  • Þekking á netkerfum og ljósleiðurum er kostur.
  • Reynsla af vinnu í iðnaðarumhverfi eða við sambærileg störf er æskileg
  • Metnaður, öguð vinnubrögð og rík ábyrgðarkennd
  • Frumkvæði og sjálfstæði i vinnubrögðum
  • Sterk öryggisvitund
  • Lipurð í mannlegum samskiptum
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku og almennri tölvunotkun

 

Umsóknarfrestur er til og með til 31. október nk. Leggja skal umsókn á www.nordural.is.  Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og þeim öllum svarað.

Upplýsingar um starfið veita Hjalti Birgisson, deildarstjóri og Valka Jónsdóttir, starfsmannastjóri í síma 430-1000.

 

Norðurál er eitt stærsta iðnfyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa um 600 manns með fjölbreytta menntun og bakgrunn.  Árleg framleiðslugeta er um 300 þúsund tonn af hágæða áli.

 

 

Auglýsandi

Norðurál Grundartangi ehf

Umsóknarfrestur til

31. október

Tekið við umsóknum á

Flokkar