× Þessi auglýsing er útrunnin

Starfmaður í smurbrauð og vaktstjóri á kaffihúsi

Kaffi Klassík í kringlunni leitar eftir jákvæðum og duglegum starfsmanni í eldhús. 
Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni, þar á meðal tertugerð, smurbrauð og bakkelsi. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu í að stjórna eldhúsi og í kræsingagerð.
Viðkomandi þarf að vera snyrtilegur, geta unnið undir álagi og tekist á við dagleg verkefni fyrirtækisins. Íslenskukunnátta er skilyrði og viðkomandi þarf að vera reyklaus.

Vinnutími er alla virka daga frá 8-16 (og mögulega aðra hvora helgi)

 

Einnig erum við að leita eftir að ráða metnaðarfulla og ábyrga vaktstjóra til að starfa með okkur.

Í starfinu felst meðal annars umsjón yfir afgreiðslu og öðru starfsfólki.
Viðkomandi þarf að geta unnið undir álagi og vera tilbúin til að takast á við dagleg verkefni.

Vinnutími er frá ca 10-19 og unnið er á 2-2-3 vöktum.

 



Ef þú vilt vinna í skemmtilegu og góðu starfsumhverfi þá hvetjum við þig til að sækja um. 

Tekið er á móti umsóknum með ferilskrá í gegnum tölvupóst, eilind@simnet.is

 

 

Auglýsandi

Kaffi Klassik

Umsóknarfrestur til

22. febrúar

Tekið við umsóknum á

Stikkorð

afgreiðsla kaffihús þjónusta þjónustustarf

Landsvæði

Flokkar