× Þessi auglýsing er útrunnin

Verkefnastjóri í Opna háskólanum í HR

Opni háskólinn í HR leitar að kraftmiklum einstaklingi í starf verkefnastjóra. Verkefnastjóri ber ábyrgð á sölu, þróun, framkvæmd og eftirfylgni þjónustuleiða Opna háskólans í HR. Verkefnastjóri heyrir undir forstöðumann Opna háskólans í HR og vinnur í teymi með öðrum starfsmönnnum einingarinnar.

STARFSSVIÐ

  • Sala og markaðssetning
  • Skipulagning og framkvæmd námskeiða
  • Samskipti við viðskiptavini og kennara
  • Öflun nýrra viðskiptavina
  • Þarfagreining og þróun námskeiða í samstarfi við akademískar deildir háskólans og íslenskt atvinnulíf
  • Þátttaka í undirbúningi og framkvæmd viðburða á vegum Opna háskólans í HR

HÆFNISKRÖFUR

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og drifkraftur
  • Fagmennska og vilji til að veita frábæra þjónustu
  • Skipulögð og öguð vinnubrögð

Aðrar upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir: Guðmunda Smáradóttir (gudmundas@ru.is), forstöðumaður Opna háskólans í HR og Sigríður Elín Guðlaugsdóttir (sigridureg@ru.is) framkvæmdastjóri mannauðs. Umsóknarfrestur er til og með 1. mars 2017 og skal umsóknum skilað á vef Háskólans í Reykjavík, http://radningar.hr.is/storf/. Farið er með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.

Hlutverk Háskólans í Reykjavík er að skapa og miðla þekkingu til að auka samkeppnishæfni og lífsgæði fyrir einstaklinga og samfélag með siðgæði, sjálfbærni og ábyrgð að leiðarljósi. Akademískar deildir háskólans eru fjórar: Lagadeild, tölvunarfræðideild, tækni- og verkfræðideild og viðskiptadeild. Kennsla og rannsóknir við Háskólann í Reykjavík mótast af sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag. Lögð er áhersla á þverfagleika, alþjóðlegt umhverfi, nýsköpun og góða þjónustu. Nemendur Háskólans í Reykjavík eru um 3600 í fjórum deildum og starfa um 250 fastir starfsmenn við háskólann auk fjölda stundakennara.

Auglýsandi

Háskólinn í Reykjavík

Umsóknarfrestur til

1. mars

Tekið við umsóknum á

Stikkorð

verkefnastjóri, verkefnastjórnun, markaðssetning

Landsvæði

Flokkar