× Þessi auglýsing er útrunnin

Hugsar þú í stafrænum lausnum?

 

Við leitum að sérfræðingi til að leiða þróun stafrænna lausna fyrir starfsfólk og viðskiptavini okkar. Verkefnið snýst um að umbreyta pappírsdrifnum ferlum yfir í rafræna, ásamt því að rýna og leggja til umbætur.

Til að takast á við starfið þarft þú menntun sem nýtist í í starfi ásamt þekkingu á hugbúnaðargerð. Reynsla af greiningu, þekking á rafrænum undirskriftum og meðferð persónuupplýsinga er kostur.

Þú færð tækifæri til að leiða og móta nýtt starf í fjölbreyttu starfsumhverfi, þvert á OR samstæðuna. Það mun því reyna á samskiptahæfni, sjálfstæð vinnubrögð og sveigjanleika í starfi – séu það eiginleikar sem prýða þig viljum við heyra frá þér.

Við hvetjum jafnt konur sem karla til að sækja um.

Nánari upplýsingar veitir Ásdís Eir Símonardóttir mannauðsráðgjafi í netfanginu starf@or.is. Þú sækir um á ráðningarvef OR, starf.or.is.

Umsóknarfrestur er til og með 25. september 2017.

 

OR er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður fólks með mikla þekkingu. Fyrirtækið leitast við að vera í fremstu röð hvað snertir öryggi, jafnrétti, vinnuumhverfi og möguleika til að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð.

Auglýsandi

Orkuveita Reykjavíkur

Umsóknarfrestur til

25. september

Tekið við umsóknum á

Landsvæði

Flokkar