× Þessi auglýsing er útrunnin

Starfsmaður við gufuveitur

Orka náttúrunnar óskar eftir að ráða starfsmann í öflugt teymi sem hefur umsjón með viðhaldi og rekstri á gufuveitum í virkjunum á Hellisheiði og Nesjavöllum. Við leitum að úrræðagóðum einstaklingi sem hefur góða samskiptahæfni, öryggisvitund, sýnir frumkvæði og er sjálfstæður í vinnubrögðum.

 

Starfs- og ábyrgðarsvið:

  • Daglegur rekstur, eftirlit og viðhald með gufuborholum og gufuveitum Hellisheiðar- og Nesjavallavirkjana
  • Vinna markvisst að auknu rekstraröryggi gufuveitna og hagkvæmni í rekstri veitumannvirkja í samvinnu við tæknistjóra gufuveitna
  • Umhirða og viðhald á vélum, tækjum og búnaði er tilheyra gufuveitum ásamt ýmsum tilfallandi verkefnum
  • Reglubundnar mælingar á borholum.

 

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Sveinspróf í málmiðnaði
  • Reynsla úr málmiðnaði
  • Vinnuvélaréttindi æskileg

 

Við hvetjum jafnt konur og karla til að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 25. september 2017.

 

Tekið er á móti umsóknum á ráðningarvef Orku náttúrunnar, starf.on.is, þar sem nánari upplýsingar um starfið er að finna. Nánari upplýsingar veitir Ásdís Eir Símonardóttir, mannauðssérfræðingur - starf@on.is. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

 

Orka náttúrunnar framleiðir og selur rafmagn til allra landsmanna á samkeppnishæfu verði. Við viljum nýta auðlindir af ábyrgð og nærgætni og bæta lífsgæðin í nútíð og framtíð.

Hjá ON er jákvæður starfsandi sem einkennist af sterkri liðsheild, uppbyggilegum skoðanaskiptum og virðingu í samskiptum.

Auglýsandi

Orka náttúrunnar

Umsóknarfrestur til

25. september

Tekið við umsóknum á

Stikkorð

Gufuveitur Málmiðnaður Borholur

Landsvæði

Flokkar

Atvinnuvaktin