× Þessi auglýsing er útrunnin

Þjónustustjóri

Brennur þú fyrir nýjustu tækni og þjónustu?

Ljósleiðarinn er nútímalegur vinnustaður þar sem fagmennska og góður starfsandi er í fyrirrúmi.  

Við leitumst við að vera í fremstu röð hvað varðar jafnrétti, öryggi, vinnuumhverfi og möguleikum til að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð.  Ljósleiðarinn býður upp á frábær verkfæri fyrir starfsmenn eins og háþróuð kerfi, snjalltæki, öpp og sjálfsafgreiðslu.

Sem þjónustustjóri yrðir þú hluti af teymi sem ber ábyrgð á tæknilegri þjónustu við viðskiptavini Ljósleiðarans.  Þú myndir leiða og styðja við teymið, þróa þjónustuferla, veita tæknilega aðstoð og eiga samskipti við viðskiptavini og samstarfsaðila Ljósleiðarans.

Ef þú hefur ástríðu fyrir tækni, leysir mál og og gengur í verkin þá viljum við heyra í þér.   Áhugi á fjarskiptum og menntun sem nýtist í starfi er kostur.

Við tökum á móti umsóknum á ljosleidarinn.is þar sem nánari upplýsingar um starfið er að finna. Umsóknarfrestur er til og með 2.október. Frekari aðstoð og upplýsingar veitir  Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir mannauðsráðgjafi í netfanginu starf@ljosleidarinn.is.

Ljósleiðarinn er vörumerki Gagnaveita Reykjavíkur þar sem fjölbreyttur hópur 60 starfsmanna auk ótal verktaka vinna saman að því að veita  íslenskum heimilum og fyrirtækjum aðgengi að hágæða þjónustu  á opnu aðgangsneti Ljósleiðarans.

Auglýsandi

Gagnaveita Reykjavíkur

Umsóknarfrestur til

2. október

Tekið við umsóknum á

Landsvæði

Flokkar