× Þessi auglýsing er útrunnin

Aðjúnkt í tölvunarfræði

Tölvunarfræðideild HR auglýsir eftir einstaklingi í stöðu aðjúnkts á sviði vef- og viðmótsþróunar í fullt starf en framúrskarandi umsækjendur á öllum sviðum tölvunarfræði eru hvattir til að sækja um.

Starfssvið

  • Kennsla í grunnnámi í tölvunarfræði.
  • Leiðsögn nemenda.
  • Þátttaka í stjórnsýslu deildarinnar.

Hæfniskröfur

  • MSc-próf í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða tengdum greinum.
  • Reynsla af kennslu æskileg og metnaður í kennslu á háskólastigi skilyrði.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

Tölvunarfræðideild HR býður upp á nám á grunn- og framhaldsnámsstigi í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði og tölvunarstærðfræði. Deildin er sú stærsta sinnar tegundar á Íslandi og stunda samtals yfir 800 nemendur nám við deildina.

Nánari upplýsingar um starfið veita Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs (sigridureg@ru.is), og Hallgrímur Arnalds (hallgrimur@ru.is), forstöðumaður grunnnáms í tölvunarfræði. Umsóknum ásamt starfsferilskrá, afriti af viðeigandi prófskírteinum, yfirliti yfir fræðastörf og reynslu af kennslu, afritum af helsta birta efni og meðmælum, skal skilað á vef Háskólans í Reykjavík, www.radningar.hr.is. Byrjað verður að fara yfir umsóknir 30. október og opið verður fyrir umsóknir þangað til búið er að ráða í viðkomandi stöðu.

Hlutverk Háskólans í Reykjavík er að skapa og miðla þekkingu til að auka samkeppnishæfni og lífsgæði fyrir einstaklinga og samfélag með siðgæði, sjálfbærni og ábyrgð að leiðarljósi. Akademískar deildir háskólans eru fjórar: lagadeild, tölvunarfræðideild, tækni- og verkfræðideild og viðskiptadeild. Kennsla og rannsóknir við Háskólann í Reykjavík mótast af sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag. Lögð er áhersla á þverfagleika, alþjóðlegt umhverfi, nýsköpun og góða þjónustu. Nemendur Háskólans í Reykjavík eru um 3.800 í fjórum deildum og starfa um 250 fastir starfsmenn við háskólann auk fjölda stundakennara.

Auglýsandi

Háskólinn í Reykjavík

Umsóknarfrestur til

30. október

Tekið við umsóknum á

Stikkorð

kennsla, tölvunarfræði

Landsvæði

Flokkar