× Þessi auglýsing er útrunnin

Doktorsnemi í sálfræði við sálfræðisvið HR

Staða doktorsnema í sálfræði við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík, við verkefnið "Áföll, geðheilsa og uppljóstrun kynferðisofbeldis", er laus til umsóknar.

Doktorsneminn mun vinna með hópi íslenskra og erlendra vísindamanna að því að safna langtímagögnum um áföll, áfallastreitueinkenni og sögu um kynferðislegt ofbeldi og uppljóstrun um ofbeldi meðal fullorðinna á Íslandi. Rannsóknin fékk verkefnisstyrk Rannís í janúar 2018.

Umsækjendur þurfa að hafa lokið meistaraprófi í sálfræði eða skyldum fræðigreinum. Umsóknarfrestur er til og með 3. apríl 2018. Sótt er um á vef HR: radningar.hr.is og þar má finna nánari upplýsingar um stöðuna.

Einnig má hafa samband við annan hvorn verkefnisstjóra rannsóknarinnar dr. Bryndísi Björk Ásgeirsdóttur (bryndis@ru.is), dósent við sálfræðisvið HR eða dr. Rannveigu Sigurvinsdóttur (rannveigs@ru.is), aðjúnkt við sálfræðisvið HR.

Hlutverk Háskólans í Reykjavík er að skapa og miðla þekkingu til að auka samkeppnishæfni og lífsgæði fyrireinstaklinga og samfélag með siðgæði, sjálfbærni og ábyrgð að leiðarljósi. Akademískar deildir háskólans erufjórar: Lagadeild, tölvunarfræðideild, tækni- og verkfræðideild og viðskiptadeild. Kennsla og rannsóknir viðHáskólann í Reykjavík mótast af sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag. Lögð er áhersla á þverfagleika,alþjóðlegt umhverfi, ny?sköpun og góða þjónustu. Nemendur Háskólans í Reykjavík eru um 3700 í fjórumdeildum og starfa um 240 fastir starfsmenn við háskólann auk fjölda stundakennara.

Auglýsandi

Háskólinn í Reykjavík

Tekið við umsóknum á

Stikkorð

sálfræði, rannsóknir

Landsvæði

Flokkar