× Þessi auglýsing er útrunnin

Þjónustufulltrúar óskast - Akureyri

Pósturinn leitar að kraftmiklum og jákvæðum einstaklingum til starfa sem þjónustufulltrúar hjá Þjónustuveri Póstsins.

Hlutverk þjónustufulltrúa er að taka á móti símtölum og sinna netsamtali Póstsins. Þjónustufulltrúi veitir almennar upplýsingar, ráðgjöf og meðhöndlar ábendingar frá viðskiptavinum.

Vinnutíminn er frá klukkan 9 til 17 alla virka daga.

Hæfniskröfur:

  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Öguð og skipulögð vinnubrögð.
  • Rík þjónustulund og frumkvæði.
  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar. 
  • Sjálfstæð vinnubrögð og hæfni til hópavinnu.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli.

Umsóknarfrestur er til og með 25. febrúar 2018 og miðað er við að umsækjandi sé 25 ára eða eldri.

Pósturinn er með Gullmerki jafnlaunaúttektar PwC og hvetur jafnt konur sem karla til að sækja um störfin.

Nánari upplýsingar veitir Lilja Gísladóttir í síma 580 1204 eða í netfangi liljag@postur.is.

Auglýsandi

Pósturinn

Umsóknarfrestur til

25. febrúar

Tekið við umsóknum á

Stikkorð

Pósturinn Íslandspóstur Þjónustufulltrúi símsvörun

Landsvæði

Flokkar