× Þessi auglýsing er útrunnin

Innheimtufulltrúi/Gjaldkeri

Arctic Adventures leitar eftir áreiðanlegum og dugmiklum einstaklingi til að taka að sér starf gjaldkera, sem einnig sér um reikningagerð og innheimtur fyrir félagið og dótturfélög.

Um fullt starf er að ræða og mikilvægt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfsstöð er í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík.

Ef þú vilt vinna með hressu og skemmtilegu fólki í lifandi umhverfi í ferðamannaiðnaðinum á Íslandi, þá erum við að leita að þér!

Starfssvið

  • Umsjón með greiðslu reikninga
  • Umsjón með innheimtu viðskiptakrafna
  • Kemur að gerð greiðsluáætlana
  • Reikningagerð
  • Samskipti við lánardrottna og skuldunauta, innlenda sem erlenda
  • Önnur tengd verkefni sem upp kunna að koma

Menntunar og hæfniskröfur

  • Reynsla af gjaldkera- og innheimtustörfum
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Þekking á dk bókhaldskerfi æskileg
  • Góð almenn tölvukunnátta og færni í Excel
  • Góð enskukunnátta bæði í tali og riti
  • Góð almenn íslensku kunnátta

Eiginleikar

  • Góðir samskiptahæfileikar og rík þjónustulund
  • Nákvæmni og metnaður
  • Öguð og sjálfstæð vinnubrögð

Aðrar upplýsingar

Karlar jafnt sem konur eru hvött til þess að sækja um.

Öllum umsóknum verður svarað og farið með sem trúnaðarmál

Nánari upplýsingar: Anna María Þorvaldsdóttir, Framkvæmdastjóri mannauðs. netfang: am@adventures.is

Auglýsandi

Arctic Adventures

Umsóknarfrestur til

4. mars

Tekið við umsóknum á

Stikkorð

Innheimta, innheimtufulltrúi, gjaldkeri, fjármál, fjármálastörf

Landsvæði

Flokkar