× Þessi auglýsing er útrunnin

Málmiðnaðarmaður í dreifikerfi

Við leitum að úrræðagóðum málmiðnaðarmanni starfa út í dreifikerfinu. Fjölbreytt verkefni í boði fyrir áhugasaman einstakling.

Starfs- og ábyrgðarsvið

  • Fjölbreytt lagnaverkefni bæði úti og inni s.s. viðgerðir, endurnýjanir og smærri nýlagnaverk
  • Daglegur rekstur á dreifikerfi heita og kalda vatnsins

Menntunar- og hæfniskröfur 

  • Sveinspróf í málmiðngrein
  • Úrræðagóð/ur
  • Lipurð í samskiptum
  • Rík öryggisvitund
  • Reynsla af raf- og logsuðu kostur

Í boði eru fjölbreytt verkefni í fjölskylduvænu starfsumhverfi. Vinnutíminn er frá klukkan 08:20-16:15. Við hvetjum jafnt konur sem karla til að sækja um starfið.

Hjá Veitum er frábær starfsandi, mikil ánægja með stjórnendur og allur aðbúnaður fyrsta flokks. Við leggjum mikla áherslu á öryggi og velferð, jafnvægi vinnu og einkalífs, sí- og endurmenntun og möguleika til að vaxa í starfi.  

Við tökum á móti umsóknum á www.veitur.is. Frekari aðstoð veitir Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir mannauðsráðgjafi í netfanginu starf@veitur.is.

Umsóknarfrestur  er til og með 27.febrúar

Auglýsandi

Veitur

Umsóknarfrestur til

27. febrúar

Tekið við umsóknum á

Landsvæði

Flokkar