× Þessi auglýsing er útrunnin

Mannauðssérfræðingur

Mannauðssvið Háskólans í Reykjavík leitar að kraftmiklum einstaklingi í fjölbreytt og krefjandi starf mannauðssérfræðings.

STARFSSVIÐ:

  • Þátttaka í mótun stefnu og eftirfylgni með ferlum á sviði mannauðsmála
  • Ráðgjöf og þjónusta við starfsmenn og stjórnendur
  • Ráðningar og móttaka nýliða
  • Fræðsla og þjálfun
  • Skráning og viðhald upplýsinga í kerfum og ýmis umsýsla
  • Upplýsingamiðlun, viðhald á innri vef, fréttabréf o.fl.
  • Umsýsla og þjónusta við erlenda starfsmenn

HÆFNISKRÖFUR:

  • MSc-gráða á sviði mannauðsstjórnunar
  • Reynsla af sambærilegu starfi eða mannauðsstjórastarfi
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Mikil skipulagshæfni
  • Frumkvæði og sjálfstæði
  • Reynsla af H3 er kostur
  • Fagmennska og vilji til að veita frábæra þjónustu
  • Mjög góð enskukunnátta er skilyrði

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Elín Guðlaugsdóttir (sigridureg@ru.is) framkvæmdastjóri mannauðs og gæða. Umsóknum skal skilað á vef Háskólans í Reykjavík, hér að neðan. Farið er með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknarfrestur er til og með 4. júní 2018.

Hlutverk Háskólans í Reykjavík er að skapa og miðla þekkingu til að auka samkeppnishæfni og lífsgæði fyrir einstaklinga og samfélag með siðgæði, sjálfbærni og ábyrgð að leiðarljósi. Akademískar deildir háskólans eru fjórar: lagadeild, tölvunarfræðideild, tækni- og verkfræðideild og viðskiptadeild. Kennsla og rannsóknir við Háskólann í Reykjavík mótast af sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag. Lögð er áhersla á þverfagleika, alþjóðlegt umhverfi, nýsköpun og góða þjónustu. Nemendur Háskólans í Reykjavík eru um 3700 og starfa um 250 fastir starfsmenn við háskólann, auk fjölda stundakennara.

Auglýsandi

Háskólinn í Reykjavík

Umsóknarfrestur til

4. júní

Tekið við umsóknum á

Stikkorð

þjónusta, rannsóknir, móttaka, framkvæmdastjóri, mannauðs

Landsvæði

Flokkar