× Þessi auglýsing er útrunnin

Leikskólakennarar - Deildarstjórar - Sérkennari

Lausar eru 100 % stöður deildastjóra og leikskólakennara við leikskólann Heklukot á Hellu í Rangárþingi ytra sem er um 100 km frá Reykjavík. Heklukot er 4 deilda leikskóli með um 75 nemendur frá eins til fimm ára.

Unnið er eftir markmiðum Skóla á grænni grein sem fela í sér sambærilegar áherslur og í Aðalnámskrá leikskóla (2011). Einnig er unnið eftir markmiðum Heilsustefnunnar sem stuðlar að heilsueflingu í leikskólasamfélaginu með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun í leik.

Í Heklukoti er leikskólakennurum boðið uppá aukinn undirbúningstíma, fá samtals 9 tíma m.v. 100% starf.

Leitað er að fagmenntuðum jákvæðum kennurum (eða öðru uppeldismenntuðu fólki), körlum eða konum, með góða samskiptahæfni, eru heilsuhraustir, hafa góða íslenskukunnáttu, sýna frumkvæði, sjálfstæði, hafa metnað fyrir starfi sínu og eru tilbúnir til að vinna að málörvun, uppeldi og menntun barna á leikskólaaldri í samræmi við námsskrá og í nánu sambandi við stjórnendur leikskólans.

Laus er 50-100% staða sérkennara.

Helstu verkefni sérkennara er samkvæmt starfslýsingu í kjarasamning FL og í samráði við leikskólastjóra. Umsækjendur þurfa að hafa lokið leikskólakennaranámi. Framhaldsmenntun í sérkennslu er æskileg eða reynsla af vinnu með sérkennslubörnum. Umsækjandi þarf að búa yfir færni í mannlegum samskiptum, hafa góða íslenskukunnáttu, sýna frumkvæði, sjálfstæði, hafa metnað fyrir starfi sínu og vera tilbúinn til að vinna að málörvun, uppeldi og menntun barna á leikskólaaldri í samræmi við námsskrá og í nánu sambandi við stjórnendur leikskólans. 

Aðrar upplýsingar

Upplýsingar um leikskólann má finna á heimasíðu skólans, þar er einnig hægt að senda inn rafræna starfsumsókn: www.heklukot.leikskolinn.is

Nánari upplýsingar veitir Auður Erla Logadóttir leikskólastjóri í síma 4887045, netfang: heklukot@ry.is

 

Auglýsandi

Byggðasamlagið Oddi bs

Umsóknarfrestur til

20. júní

Tekið við umsóknum á

Stikkorð

Leikskóli, kennsla, fjölbreytni, leikur, gleði, lífsleikni

Landsvæði

Flokkar