× Þessi auglýsing er útrunnin

Akademísk staða á byggingasviði

Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík auglýsir eftir akademískum starfsmanni á byggingarsvið. Í boði er spennandi starf í metnaðarfullu og lifandi háskólaumhverfi.

Viðkomandi starfsmaður mun fá tækifæri til að sýna frumkvæði og hafa  hafa áhrif á eflingu og þróun byggingasviðs HR og byggingatæknifræðináms á Íslandi.

STARFSSVIÐ:

  • Kennsla í tæknifræði- og byggingafræðinámi í HR.
  • Stefnumótun og skipulag náms.
  • Samskipti við framhaldsskóla og atvinnulíf.
  • Þátttaka í kynningarstarfi.

HÆFNISKRÖFUR:

  • Reynsla af hefðbundnum tækni- eða verkfræðistörfum. 
  • Reynsla af kennslu og  og metnaður á því sviði.  
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og sjálfstæði í starfi. 
  • Reynsla af stjórnun framkvæmda er kostur.
  • Iðnmenntun eða starfsreynsla við byggingaframkvæmdir er kostur. 
  • Að lágmarki MSc-gráða í verkfræði. Doktorsgráða og rannsóknareynsla er kostur.

Aðrar upplýsingar

Nánari upplýsingar um starfið veita Guðrún Sævarsdóttir, forseti tækni- og verkfræðideildar, (gudrunsa@ru.is)  og Sigrún Þorgeirsdóttir, skrifstofustjóri deildarinnar, (sigrunth@ru.is). Umsókn ásamt starfsferilskrá, afriti af viðeigandi prófskírteinum, yfirliti yfir starfsferil og reynslu af kennslu, afritum af helsta birta efni og meðmælum, skal skilað á http://www.ru.is/lausstorf fyrir 15. mars 2015. Fylgigögn og almennar fyrirspurnir má senda á netfangið mannaudur@ru.is. Allar fyrirspurnir og umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.

Umsóknarfrestur til

15. mars

Tekið við umsóknum á

Landsvæði

Flokkar