× Þessi auglýsing er útrunnin

UNICEF leitar eftir götukynnum á Norðurlandi

Býrð þú á Akureyri? Ertu í leit að skemmtilegu og krefjandi sumarstarfi?

UNICEF á Íslandi leitar að hressu og drífandi fólki til að taka þátt í spennandi verkefni á Norðurlandi í sumar. Verkefnið mun standa yfir í 6-8 vikur, frá miðjum júní, og miðar að því að kynna baráttu UNICEF fyrir réttindum barna.

Um er að ræða 100% starf sem fer fram utandyra og er um að ræða vinnu á virkum dögum og einhverja helgarvinnu.

Við erum að leita að þér ef þú…

  • ert á aldrinu 18-35 ára.
  • hefur áhuga á að stíga út fyrir þægindarammann.
  • ert opin/nn og hefur ánægju af því að tala við annað fólk.
  • vinnur vel í hópi fólks en ert jafnframt sjálfstæð/ur í vinnubrögðum.
  • finnst gaman að takast á við krefjandi verkefni og gefst ekki upp þó á móti blási.

Á móti bjóðum við þér…

  • gefandi sumarstarf við að berjast fyrir réttindum barna um allan heim.
  • fræðslumiðað og spennandi starf.
  • þjálfun í að miðla mikilvægum málstað á skýran og skiljanlegan hátt.
  • tækifæri til að kynnast hvernig UNICEF starfar fyrir börn um allan heim.

Aðrar upplýsingar

Frekari upplýsingar gefur Anna Margrét í síma 699-0822 og á netfanginu annamargret@unicef.is

Umsóknir ásamt ferilskrá skulu sendar á annamargret@unicef.is merktar Götukynnir og er umsóknarfresturinn til 1. apríl.

Auglýsandi

UNICEF

Umsóknarfrestur til

6. apríl

Tekið við umsóknum á

Landsvæði

Flokkar