× Þessi auglýsing er útrunnin

Sérfræðingur í hagmálum

Við óskum eftir dugmiklum og samskiptafærum viðskiptafræðingi til starfa við Hagmál Orkuveitu Reykjavíkur. Um er að ræða krefjandi og fjölbreytt starf í góðu starfsumhverfi. Hagmál OR starfa sem þjónustueining fyrir dótturfélög samstæðunnar sem samanstendur af OR Veitum, Orku Náttúrunnar og Gagnaveitunni. Hagmál annast m.a. áætlunargerð af ýmsu tagi, kostnaðargreiningar og skýrslugerð.

 

Starfs- og ábyrgðarsvið:

  • Fjárhagsáætlanagerð
  • Arðsemisgreiningar 
  • Rekstrareftirlit og kostnaðargreiningar
  • Aðstoð við uppgjör fyrirtækisins
  • Ýmis upplýsingagjöf og skýrslugerð

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Háskólamenntun í viðskiptafræði, af reikningshalds eða fjármálasviði
  • Mjög góð reynsla og þekking af reikningshaldi 
  • Mjög góð reynsla af greiningum og áætlanagerð
  • Reynsla af samstæðuuppgjöri og áætlanagerð kostur
  • Góð almenn tölvufærni
  • Frumkvæði, nákvæmni og skipulögð vinnubrögð

Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingarveitir Bryndís Ernstsdóttir, mannauðsráðgjafi í netfanginu starf@or.is.

Umsóknarfrestur til

8. apríl

Tekið við umsóknum á

Landsvæði

Flokkar