× Þessi auglýsing er útrunnin

Sölu- og Verkefnastjóri

Smartmedia leitar nú eftir öflugum liðsmanni til að taka að sér hlutverk sölu- og verkefnastjóra á skrifstofu okkar í Reykjavík. Starfið hentar drífandi og markaðsþenkjandi einstaklingi með framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum og mikla skipulagshæfileika.Helstu verkefni

  • Samskipti við núverandi viðskiptavini & öflun nýrra
  • Verkefnastjórn á innleiðingu netverslunar-og bókunarlausna Smartmedia
  • Þáttaka í sölu og markaðssetningu
  • Kynna sér nýja og skemmtilega hluti

Helstu eiginleikar sem við hjá Smartmedia leitum að eru:

  • Heiðarleiki
  • Frumkvæði
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
  • Einstaka söluhæfileika og þjónustulund
  • Einstaka skipulagshæfni
  • Útsjónarsemi
  • Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum
  • Hæfileiki til að starfa vel með öðrum
  • Metnað til að auka við þekkingu dag frá degi
  • Brennandi áhuga á netverslunum og almennum veflausnum
  • Reynsla af sölumennsku
  • Menntun sem nýtist í starfi

 

Aðrar upplýsingar

Um Smartmedia: Smartmedia er ört stækkandi fyrirtæki sem sérhæfir sig í smíði og hönnun á veflausnum af öllum stærðum og gerðum. Smartmedia er í dag stærsti þjónustuaðilinn við íslenskar netverslanir en þær lausnir sem við keyrum á eru okkar eigið hugvit. Meðal lausna sem við bjóðum upp á eru vefsíður, netverslanir, bílabókunarkerfi og nýjasta lausnin okkar er Minipos.is sem er veflægt sölukerfi með reikningum.Smartmedia er með skrifstofur í Vestmannaeyjum, Reykjavík og Danmörku. Við vinnum í krefjandi og skemmtilegu vinnuumhverfi þar sem alltaf eitthvað nýtt og spennandi er gerast.Áhugasamir eru beðnir um að senda ferilskrá og upplýsingar um það af hverju þetta starf væri fyrir þig á so@smartmedia.is

Auglýsandi

Smartmedia ehf

Umsóknarfrestur til

10. ágúst

Tekið við umsóknum á

Stikkorð

sölumaður verkefnastjóri sölustjóri netverslun vefsíður verkefnastýring sölustýring sala stjórnun markaðsstarf

Landsvæði

Flokkar