× Þessi auglýsing er útrunnin

Starfsmaður í götulýsingarhóp

Viðhaldsþjónusta Orkuveitu Reykjavíkur óskar eftir starfskrafti til starfa við veitukerfi OR. Orkuveita Reykjavíkur rekur vatnsveitu, hitaveitu, rafveitu og fráveitu á höfuðborgarsvæðinu,Suður- og Vesturlandi. Starfsmenn Viðhaldsþjónustu sinna reglubundnu eftirliti og viðhaldi veitukerfa og vélbúnaðar auk þess að bregðast við bilunum, taka þátt í endurnýjunarverkum og sinna bakvöktun fyrir kerfið.

 

Starfs- og ábyrgðarsvið:

 Orkuveita Reykjavíkur hefur umsjón með götulýsingu nokkurra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Nú vantar öflugan starfskraft í götulýsingarhóp Viðhaldsþjónustu. Meginverkefni starfsmanns verða uppsetning og viðhald götuljósakerfa.

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Iðnmenntun er kostur
  • Meirapróf og vinnuvélaréttindi eru kostur
  • Jákvæðni og lipurð í samskiptum
  • Áreiðanleiki, vandvirkni og öguð vinnubrögð

Við hvetjum jafnt konur sem karla til að sækja um.

Aðrar upplýsingar

Nánar upplýsingar veitir Bjarni Líndal, Viðhaldsstjóri, í netfanginu bjarni.lindal@or.is

Auglýsandi

Orkuveita Reykjavíkur

Umsóknarfrestur til

4. ágúst

Tekið við umsóknum á

Landsvæði

Flokkar