× Þessi auglýsing er útrunnin

Aðjúnkt í viðskiptafræði

Viðskiptadeild HR auglýsir eftir akademískum starfsmanni í fullt kennslustarf. Leitað er eftir aðila með staðgóða þekkingu í viðskiptafræði, alþjóðaviðskiptum, markaðsfræði og verkefnastjórnun. Starfið felur í sér kennslu á völdum grunnnámskeiðum við deildina, þ.m.t. Alþjóðaviðskipti og Verkefnastjórnun. Ráðið verður í stöðu aðjúnkts.

Starfssvið

  • Kennsla í grunnnámi.
  • Leiðsögn nemenda.
  • Þátttaka í stjórnsýslu deildarinnar.

 

Hæfniskröfur

  • Meistara- eða doktorspróf í viðskiptafræði, alþjóðaviðskiptum, markaðsfræði eða tengdum greinum.
  • Reynsla af kennslu í grunnnámi á háskólastigi.
  • Brennandi áhugi á kennslu, auk metnaðar fyrir símenntun og góðum kennsluháttum.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

Viðskiptadeild HR býður upp á nám á grunn- og framhaldsnámsstigi í viðskiptafræði, hagfræði og sálfræði .

Umsóknarfrestur er til og með 16. júní 2017.Nánari upplýsingar um starfið og umsóknarferlið er að finna á vef Háskólans í Reykjavík: radningar.hr.is. Farið er með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.

Auglýsandi

Háskólinn í Reykjavík

Tekið við umsóknum á

Stikkorð

markaðsfræði, sálfræði, hagfræði

Landsvæði

Flokkar