× Þessi auglýsing er útrunnin

Tónskóli og grunnskóli á Djúpavogi auglýsa

Tónskólinn

Í tónskólann vantar okkur deildarstjóra í 100% starf, sem heyrir undir skólastjóra en sinnir daglegri skipulagningu, foreldrasamstarfi og almennu utanumhaldi.  Þá vantar einnig kennara við tónskólann í 50% starf. Möguleiki er að annar þessara starfsmanna sinni tónmenntakennslu við grunnskólann og sjái um samsöng (5-6 kst.)

Grunnskólinn

Í grunnskólann vantar umsjónarkennara í 3. bekk og umsjónarkennara í 5.-7. bekk. Einnig vantar okkur dönskukennara um 10 kst. á viku.

Kennarar og leiðbeinendur við grunn- og tónskólann vinna eftir kjarasamningi KÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Skólastjóri, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir veitir nánari upplýsingar á skolastjori@djupivogur.is  eða í síma 470-8713.

Umsóknarfrestur er t.o.m. 23. júní 2017. Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðu grunnskólans http://djupivogur.is/grunnskoli/

Djúpavogsskóli er lítill en vaxandi skóli. Kennsla fer fram á þremur starfsstöðvum, grunnskóla með um 70 nemendur, leikskóla með tæplega 40 nemendur og tónskóla.  Mikið og gott samstarf er á milli allra skólastiga.  Einnig er mjög gott samstarf við Umf. Neista en yfir 90% nemenda grunnskólans stunda æfingar hjá ungmennafélaginu og taka þær við strax að loknu skólastarfinu. 

Í Djúpavogsskóla er lögð mikil áhersla á umhverfismennt og átthagafræði og stendur nú yfir innleiðing á hugmyndafræði Cittaslow en sveitarfélagið Djúpavogshreppur varð aðili að Cittaslow hæglætishreyfingunni árið 2013.

 

Auglýsandi

Djúpavogsskóli

Umsóknarfrestur til

23. júní

Tekið við umsóknum á

Stikkorð

Tónskóli Grunnskóli Kennari Umsjónarkennari Danska

Landsvæði

Flokkar