Mannauðssérfræðingur

Mannauðssérfræðingur

Mannauðssvið Háskólans í Reykjavík leitar að kraftmiklum einstaklingi í fjölbreytt og krefjandi starf mannauðssérfræðings.

STARFSSVIÐ:

 • Þátttaka í mótun stefnu og eftirfylgni með ferlum á sviði mannauðsmála
 • Ráðgjöf og þjónusta við starfsmenn og stjórnendur
 • Ráðningar og móttaka nýliða
 • Fræðsla og þjálfun
 • Skráning og viðhald upplýsinga í kerfum og ýmis umsýsla
 • Upplýsingamiðlun, viðhald á innri vef, fréttabréf o.fl.
 • Umsýsla og þjónusta við erlenda starfsmenn

HÆFNISKRÖFUR:

 • MSc-gráða á sviði mannauðsstjórnunar
 • Reynsla af sambærilegu starfi eða mannauðsstjórastarfi
 • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
 • Mikil skipulagshæfni
 • Frumkvæði og sjálfstæði

Nánar >>

Umsóknarfrestur

4. júní

Tekið við umsóknum á

Sækja um >>Nánar >>

Kennsluráðgjafi

Kennsluráðgjafi

Háskólinn í Reykjavík óskar eftir að ráða öflugan og metnaðarfullan einstakling í starf kennsluráðgjafa á kennslusvið háskólans. Kennslusvið stýrir skipulagningu og eftirfylgni innra og ytra gæðaeftirlits með kennslu og námi. Sviðið sinnir jafnframt kennsluráðgjöf og þjálfun kennara, þróun kennslukerfa, prófum og annarriumsýslu um nám og kennslu við skólann. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinnað taka þátt í að fylgja eftir stefnu háskólans varðandi gæði náms og kennslu.

STARFSSVIÐ

 • Þátttaka í þróun og innleiðingu á nýrri stefnu um gæði náms og kennslu
 • Þátttaka í þróun aðferðafræði kennslu og innleiðingu á nýjum kennsluaðferðum
 • Ráðgjöf og handleiðsla kennara
 • Eftirfylgni fjölhliða mats á námi og kennslu
 • Ráðgjöf við framkvæmd kennslustefnu

Nánar >>

Tekið við umsóknum á

Sækja um >>Nánar >>

Hlutastarf í ísbúð/pylsubúð

Pulsuhúsið á Ingólfstorgi leitar eftir fólki í kvöld og helgarvinnu.

Umræðir afgreiðslu, gera pylsur, ísa og almenn þrif. Ertu 18+, jákvæð/ur, hress, ábyrg/ur, rösk/raskur og fljót/ur að læra þá erum við að leita af þér.
Einstaklingur þarf að geta hafið störf strax! 

Kvöldvinna er frá 17:00 - 01:00. 

Helgarvinna er frá 22-06 aðra hverja helgi

Endilega sendið umsókn og ferilskrá með mynd á email-ið Pylsuhus@gmail.com eða hafið samband í síma 7774971.

Tekið við umsóknum á

Pylsuhus@gmail.comNánar >>
Atvinnuvaktin