Við leitum að hæfileikaríkum leiðsögumanni til starfa

Við leitum að hæfileikaríkum leiðsögumanni til starfa

Arcanum ferðaþjónusta Mýrdalsjökli sem sérhæfir sig í jöklaferðum óskar eftir því að ráða starfskraft til lengri eða skemmri tíma. 

Starfið felst í leiðsögn í ferðum Arcanum,  ásamt öðrum tilfallandi störfum innan fyrirtækisins.

Meginhluti starfsins felst í stuttum ferðum, svo sem vélsleðaferðum og fjórhjólaferðum. Starfið hentar vel þeim sem finnst gaman að umgangast fólk og vilja njóta útiveru.

Reynsla í fjallamennsku og starf innan björgunarsveita er kostur.

Meirapróf - Stór rúta (D og DE) og leigubílaréttindi (B/Far)) og vettvangshjálp í óbyggðum WFR eru skilyrði.  Einnig er gerð krafa um mikla þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum og góða enskukunnáttu.

Fyrir nánari upplýsingar hafið samband á netfangið valdi@arcanum.is

 

English

Nánar >>

Umsóknarfrestur

16. september

Tekið við umsóknum á

valdi@arcanum.isNánar >>

Hótelstjóri í Vík í Mýrdal

Eigendur Icelandair hótelsins í Vík í Mýrdal óska eftir að ráða hótelstjóra til starfa. Framundan eru spennandi verkefni sem komu í kjölfar stefnumótunar og uppbyggingar á rekstrinum. Leitað er að öflu...

Framkvæmdastjóri

Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling í starf framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Hornafirði sem rekin er samkvæmt samningi sveitarfélagsins við ríkið....

Kokkur óskast

Skálakot Manor Luxury Hotel leitar eftir hæfileikaríkum kokk til starfa. Um er að ræða starf á veitingastað á 14 herbergja luxury hóteli &aacu...