Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa

Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa

Rekstrarvörur óska eftir að ráða Hjúkrunarfræðing til starfa. Starfið felur í sér heimsóknir og sölu á almennum hjúkrunarvörum og skurðstofuvörum ásamt vinnu við útboð hjúkrunar-og skurðstofuvara og fræðslu til heilbrigðisstarfsfólks og samstarfsfólks á vörum RV. Starfinu geta fylgt ferðalög innanlands.

Leitað er að Hjúkrunarfræðingi með þekkingu á skurðstofuvörum og/eða góða reynslu í heilbrigðisgeiranum.

Viðkomandi þarf að hafa áhuga á mannlegum samskiptum , geta sýnt sjálfstæð vinnubrögð, vera jákvæð/ur og með ríka þjónustulund.

 Vinnutími er 8:00-14:00 mánudaga til föstudaga.

Leitað er að áhugasömum, ábyrgum og þjónustulunduðum aðila með hreint sakavottorð sem getur hafið störf fljótlega.

Rekstrarvörur er reyklaus vinnustaður.

Nánar >>

Umsóknarfrestur

26. ágúst

Tekið við umsóknum á

sigurlaug@rv.isNánar >>

Sölumaður sjávarafurða

Sölumaður sjávarafurða

Vegna aukinna umsvifa leitar North Atlantic að öflugum starfskrafti til að ganga til liðs við fyrirtækið á haustmánuðum. North Atlantic er nýsköpunarfyrirtæki á sviði sjávarfangs og starfar á innlendum og erlendum markaði. Skrifstofa félagsins er á Ísafirði.

Nánari upplýsingar um fyrirtækið má sjá á heimasíðu þess  www.fisksala.is

 

Hæfniskröfur:

  • Menntun eða þekking á sjávarútvegi kostur
  • Háskólamenntun er kostur en ekki skilyrði
  • Áhugi eða reynsla af sölumennsku
  • Þátttaka í uppbygginu viðskiptatengsla
  • Vandvirkni í vinnubrögðum
  • Áreiðanlegur og starfar vel undir álagi
  • Þáttaka í áframhaldandi vexti og viðskiptaþróun fyrirtækisins
  • Hefur á að skipta þjónustulund og stundvísi
  • Þrífst vel í dýnamísku umhverfi

Nánar >>

Umsóknarfrestur

31. ágúst

Tekið við umsóknum á

vidir@isatlantic.isNánar >>

Kvöldvinna - aukavinna

Kvöldvinna - aukavinna

KVÖLDVINNA - AUKAVINNA 

Kvöldvinna - Eftirmiðdagsvinna - Hlutastarf - Aukavinna

Símasala – fjölbreytt verkefni – þjálfun – sveigjanlegur vinnutími

Sölufulltrúar óskast í söluver okkar.

Umsækjandi þarf að vera amk 20 ára, hér starfar skemmtilegt fólk á aldrinum 20-68 ára

Lágmark þrjár vaktir á viku. En það má líka taka allar vaktir.

Tækifæri til að ná sér í góðan aukapening.

Góð laun og góðir bónusar í skemmtilegu umhverfi.

Slástu í hópinn, reynsla ekki nauðsynleg.

Hringdu í síma 776-7400 eða 778-4500 á dagvinnutíma fyrir frekari upplýsingar, en einnig má senda umsókn á netfangið: kvoldvinna@simstodin.is

NB Only fully Icelandic speaking.

Umsóknarfrestur

7. september

Tekið við umsóknum á

kvoldvinna@simstodin.isNánar >>

Sölufulltrúi - dagvinna

Sölufulltrúi - dagvinna

S0LUFULLTRÚI - DAGVINNA

Símasala – fjölbreytt verkefni – þjálfun – sveigjanlegur vinnutími

Sölufulltrúar óskast í söluver okkar. 

Umsækjandi þarf að vera amk 20 ára, hér starfar skemmtilegt fólk á aldrinum 20-68 ára 

Góð laun og góðir bónusar í skemmtilegu umhverfi. 

Slástu í hópinn, reynsla ekki nauðsynleg. 

Hringdu í síma 776-7400 Linda eða í síma 778-4500 Hákon á dagvinnutíma fyrir frekari upplýsingar, en einnig má senda umsókn á netfangið: vinna@simstodin.is

NB Only fully Icelandic speaking

Umsóknarfrestur

31. ágúst

Tekið við umsóknum á

vinna@simstodin.isNánar >>

Afgreiðsla/ kaffihús og verslun!

Kaffifélagið á Skólavörðustíg óskar eftir að ráða afgreiðslufólk. Við seljum kaffibaunir og kaffivörur til enstaklinga og fyrirtækja í kaffihúsi okkar.

Við leitum að starfsmanni með reynslu sem kann m.a. að laga s.k. ítalska kaffidrykki. Leitum að fólki í hlutastarf og fólki í fullt starf.

Kaffihúsið er opið 6.daga í viku frá 07.30 til 18.00.

Áhugasamir hafi samband í netfangið einar@kaffifelagid.is

Umsóknarfrestur

22. ágúst

Tekið við umsóknum á

einar@kaffifelagid.isNánar >>

SÖLUFULLTRÚI

Æ SÖLUFULLTRÚI ÍSAM leitar að öflugum sölufulltrúa ístóreldhúsdeild. Leitað er að einstaklingi sem er með sveinsbréf í matreiðslu- eða bakaraiðn og hefur metnað til að ná langt ístarfi. Starfssvið Menn...

Sölustarf - framtíðarstarf

Sölustarf– Framtíðarstarf Innflutningsfyrirtæki á heilbrigðissviði leitar að hjúkrunarfræðingi í starf sem felur í sér sölu og kynningu á vörum fyrir skurðstofu-svið og aðrar hjúkrunarvörur.Umsækjen...

Orkuríkur markaðsstjóri

Við leitum að snjallri og hugmyndaríkri markaðsmanneskju, sem keyrir upp stuðið á orkumarkaði og skapar rafmögnuð tengsl á milli orkufyrirtækis og markaðsmála. Hún þarf að vera óhrædd við að far...