Skilmálar og Persónuverndarstefna

Skilmálar

Þegar þú skráir þig sem notanda og/eða skráir ferilskrá þína á vefsíðunni Störf.is samþykkir þú að lúta eftirfarandi skilmálum.
  • Þú samþykkir að þær upplýsingar sem gefnar eru upp við skráningu á síðunni séu réttar.
  • Þú samþykkir að halda notendanafni og lykilorði þínu leyndu og vera ábyrg(ur) fyrir þeim upplýsingum sem skráðar eru um þig.
  • Þú samþykkir að láta stjórn Störf.is tafarlaust vita á netfangið storf@storf.is ef þú telur að utanaðkomandi aðilar hafi komist yfir notendaupplýsingar þínar.
  • Þú samþykkir að vera persónulega ábyrg(ur) fyrir þeim upplýsingum sem þú birtir, undir hvaða flokki sem er, á vefsíðunni.
  • Þú samþykkir að með því að setja ferilskrá þína inn á Störf.is að þá er Störf.is gefin heimild til að geyma þær upplýsingar.
  • Þú samþykkir að með því að setja ferilskrá þína inn á Störf.is er Störf.is gefin heimild til að birta valdar upplýsingar úr ferilskránni, svo sem almenna lýsingu á umsækjanda, menntun, starfsreynslu, tungumála- og tölvukunnáttu. Persónuupplýsingar eru þó aldrei birtir nema að undangengnu upplýstu samþykki notanda.
  • Störf.is áskilur sér allan rétt til að fjarlægja efni og gögn af vefsíðunni sem ekki telst viðeigandi.
  • Störf.is samþykkir að birta ekki persónuupplýsingar undir neinum kringumstæðum eða afhenda þær þriðja aðila nema að undangengnu upplýstu samþykki notanda, t.d. við birtingu ferilskrár.
  • Störf.is ber undir engum kringumstæðum ábyrgð á fjárhagslegu eða andlegu tjóni sem notandi eða aðrir kunna að verða fyrir vegna upplýsinga sem birtast á vefsíðunni eða tengsla sem myndast í kjölfar notkunar síðunnar.
  • Allt efni og viðmót á vefnum Störf.is er verndað af ákvæðum höfundalaga og er dreifing efnis og eintakagerð óheimil nema með samþykki stjórnar.