× Þessi auglýsing er útrunnin

Akademísk staða í mannauðsstjórnun

Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík (HR) auglýsir eftir akademískum starfsmanni í mannauðsstjórnun. Leitað er eftir einstaklingi með staðgóða þekkingu á sviði mannauðsstjórnunar, vinnusálfræði eða tengdum greinum. Ráðið verður í stöðu lektors, dósents eða prófessors og verður starfsheitið ákvarðað út frá formlegu hæfnismati.

STARFSSVIÐ:

  • Rannsóknir á sviði mannauðsstjórnunar, vinnusálfræði eða tengdum greinum.
  • Kennsla í grunn- og framhaldsnámi í námskeiðum á borð við Mannauðsstjórnun, Frammistöðustjórnun, Breytingastjórnun og Stjórnun starfsþróunar.
  • Leiðsögn nemenda í grunn- og framhaldsnámi.
  • Þátttaka í stjórnsýslu deildarinnar þar með talið þróun námsframboðs hennar.

HÆFNISKRÖFUR:

  • Doktorspróf í mannauðsstjórnun, vinnusálfræði eða tengdum greinum.
  • Færni og reynsla af rannsóknarstörfum.
  • Reynsla af kennslu og metnaður í þróun kennsluaðferða.
  • Góð enskukunnátta er skilyrði.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

Viðskiptadeild HR býður upp á nám á grunn- og framhaldsstigi í viðskiptafræði, hagfræði og sálfræði.

Nánari upplýsingar um starfið veita dr. Páll M. Ríkharðsson (pallrik@ru.is) forseti viðskiptadeildar og Sigríður Elín Guðlaugsdóttir (sigridureg@ru.is) framkvæmdastjóri mannauðs og gæða í HR. Farið er með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.

Umsóknum ásamt starfsferilskrá, afriti af viðeigandi prófskírteinum, yfirliti yfir fræðistörf og reynslu af kennslu, auk tilvísana á helsta birta efni, skal skilað með umsókninni, fyrir 1. nóvember 2018.

Hlutverk Háskólans í Reykjavík er að skapa og miðla þekkingu til að auka samkeppnishæfni og lífsgæði fyrir einstaklinga og samfélag með siðgæði, sjálfbærni og ábyrgð að leiðarljósi. Akademískar deildir háskólans eru fjórar: Lagadeild, tölvunarfræðideild, tækni- og verkfræðideild og viðskiptadeild. Kennsla og rannsóknir við Háskólann í Reykjavík mótast af sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag. Lögð er áhersla á þverfagleika, alþjóðlegt umhverfi, nýsköpun og góða þjónustu. Nemendur Háskólans í Reykjavík eru um 3700 í fjórum deildum og starfa um 250 fastir starfsmenn við háskólann auk fjölda stundakennara.

Auglýsandi

Háskólinn í Reykjavík

Umsóknarfrestur til

1. nóvember

Tekið við umsóknum á

Stikkorð

rannsóknir, hagfræði, mannauðs, vinnusálfræði

Landsvæði

Flokkar