× Þessi auglýsing er útrunnin

Forseti lagadeildar

Háskólinn í Reykjavík leitar að metnaðarfullum einstaklingi með brennandi áhuga á að leiða áframhaldandi þróun og uppbyggingu öflugrar lagadeildar HR. Deildarforseti ber ábyrgð á rekstri deildarinnar og leiðir akademískt starf hennar. Deildarforseti heyrir undir sviðsforseta félagsvísindasviðs.

Leitað er að einstaklingi með:

  • Hæfni til að vinna að stefnumótun og uppbyggingu liðsheildar.
  • Doktorspróf á sviði lögfræði er æskilegt.
  • Reynslu af rannsóknum og kennslu á háskólastigi.
  • Reynslu af stjórnun, rekstri og mannaforráðum.
  • Hagnýta reynslu úr atvinnulífi eða af samstarfi við atvinnulífið.
  • Reynslu af alþjóðlegum vettvangi.

Innan lagadeildar er fengist við kennslu og rannsóknir. Boðið er upp á nám í lögfræði á BA, ML- og PhD-stigi. Um 350 nemendur stunda nám við deildina og eru fastir starfsmenn 16 talsins auk fjölda stundakennara. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs og gæða (sigridureg@ru.is).

Umsóknum skal skilað á vef Háskólans í Reykjavík, fyrir 10. mars 2019. Farið er með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.

 

Aðrar upplýsingar

Hlutverk Háskólans í Reykjavík er að skapa og miðla þekkingu til að auka samkeppnishæfni og lífsgæði fyrir einstaklinga og samfélag með siðgæði, sjálfbærni og ábyrgð að leiðarljósi. Akademískar deildir háskólans eru fjórar: Lagadeild, tölvunarfræðideild, tækni- og verkfræðideild og viðskiptadeild. Kennsla og rannsóknir við Háskólann í Reykjavík mótast af sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag. Lögð er áhersla á þverfagleika, alþjóðlegt umhverfi, nýsköpun og góða þjónustu. Nemendur Háskólans í Reykjavík eru um 3600 í fjórum deildum og starfa um 250 fastir starfsmenn við háskólann auk fjölda stundakennara.

Auglýsandi

Háskólinn í Reykjavík

Umsóknarfrestur til

9. mars

Tekið við umsóknum á

Stikkorð

Deildarforseti, lagadeild, stjórnun, kennsla

Flokkar