× Þessi auglýsing er útrunnin

Akademísk staða við lagadeild

Lagadeild Háskólans í Reykjavík leitar að öflugum starfsmanni til að sinna kennslu og rannsóknum. Ráðið verður í stöðu sérfræðings, lektors, dósents eða prófessors út frá hæfismati.

Starfssvið:

Viðkomandi mun sinna kennslu við lagadeild, stunda rannsóknir, leiðbeina nemendum í rannsóknarverkefnum og sinna tilfallandi verkefnum innan deildarinnar. Starfið veitir tækifæri til þess að hafa áhrif á þróun rannsókna og kennslu í lögfræði við háskóla sem hefur nýsköpun og frumkvöðlastarf að leiðarljósi. 

Hæfniskröfur:

  • Doktors- eða fullnaðarpróf í lögfræði.
  • Reynsla af fræðiskrifum í lögfræði.
  • Reynsla af kennslu á háskólastigi.
  • Áhugi á miðlun þekkingar til nemenda, fræðasamfélags og almennings.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

Umsóknum ber að skila til Háskólans í Reykjavík hér á vefnum radningar.hr.is ásamt ferilsskrá, lista yfir birtar fræðigreinar, lýsingu á rannsóknarsviði og upplýsingum um kennsluferil. Tilgreina þarf tvo meðmælendur. Eintak af allt að þremur mikilvægustu ritrýndum birtingum umsækjanda má gjarnan fylgja með. Umsóknarfrestur er til og með 18. mars 2019.

Nánari upplýsingar veita Eiríkur Elís Þorláksson, starfandi forseti lagadeildar (eirikureth@ru.is) eða Sigríður Elín Guðlaugsdóttir framkvæmdastjóri mannauðs og gæða (sigridureg@ru.is). Fyrirspurnir og umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.

 

Aðrar upplýsingar

Hlutverk Háskólans í Reykjavík er að skapa og miðla þekkingu til að auka samkeppnishæfni og lífsgæði fyrir einstaklinga og samfélag með siðgæði, sjálfbærni og ábyrgð að leiðarljósi. Akademískar deildir háskólans eru fjórar: Lagadeild, tölvunarfræðideild, tækni- og verkfræðideild og viðskiptadeild. Kennsla og rannsóknir við Háskólann í Reykjavík mótast af sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag. Lögð er áhersla á þverfagleika, alþjóðlegt umhverfi, nýsköpun og góða þjónustu. Nemendur Háskólans í Reykjavík eru um 3.700 í fjórum deildum og starfa um 250 fastir starfsmenn við háskólann auk fjölda stundakennara.

Auglýsandi

Háskólinn í Reykjavík

Umsóknarfrestur til

18. mars

Tekið við umsóknum á

Landsvæði

Flokkar