× Þessi auglýsing er útrunnin

Kokkur á íslenskum veitingastað í Vínarborg

Eini íslenski veitingastaðurinn í Austurríki leitar að nýjum kokki. Hér er frábært tækifæri fyrir fólk í ævintýraleit eða fjölskyldufólk sem langar að breyta til.

Aðrar upplýsingar

Vinnutíminn er 40 stundir á viku og við leitum að einhverjum sem er tilbúin/n að skuldbinda sig til að minnsta kosti tveggja ára. Laun eru samkvæmt kjarasamningi veitingamanna í Austurríki.

Home cafe er veitingastaður á matmálstímum, kaffihús seinnipartinn og bar á kvöldin. Staðurinn hefur leyfi fyrir 66 gesti á veturna (október – apríl) og 88 á sumrin (maí-september) og er opið frá 11:00-00:00 á virkum dögum, 17-00 á laugardögum og lokað á sunnudögum. Staðurinn er afskaplega heimilislegur og andrúmsloftið vinalegt. Enda hefur byggst upp fjölmennur, og ört stækkandi, hópur viðskiptavina, allt frá lattelepjandi námsmönnum til forvitinna Íslandsvina og metnaðarfullra matgæðinga.

Við styðjumst við þá hugmyndafræði að það hráefni sem við fáum ekki beint frá Íslandi kaupum við í nærumhverfinu og nýtum allt sem hægt er. Matseðillinn tekur sífelldum breytingum og kokkurinn hefur mikið frjálsræði.

Með starfinu getur einnig fylgt leigusamningur fyrir íbúð, 100fm, í 5 mínútna göngufæri frá Home. Íbúðin er á 3. og efstu hæð í fjölbýlishúsi með gluggum í 3 áttir. Eitt mjög stórt svefnherbergi er í íbúðinni (sem auðveldlega væri hægt að stúka af í tvö herbergi) og annað minna. Stór stofa, lítið eldhús, baðherbergi með sturtu, baðkari og vaski og salerni í sérherbergi. Á herbergjunum og stofunni er parket á gólfum en flísar á baði, eldhúsi, holi og klósetti. Með íbúðinni fylgir bílskúr á jarðhæðinni. Íbúðin hentar hvort heldur sem er tveimur einstaklinum sem leigja saman eða fjölskyldu.

Áhugasamir vinsamlegast sendi ferilskrá og upplýsingar í tölvupósti til Hörpu og Steff á netfangið eat@home-cafe.at til að sækja um.

Auglýsandi

Home cafe

Umsóknarfrestur til

23. apríl

Tekið við umsóknum á

Stikkorð

útlönd, kokkur, matreiðslumaður, veitingastaður,

Flokkar