Grunnskólakennari óskast til starfa í Lækjarbotnum

Um er að ræða 100% starf á skólaárinu 2024-2025.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfið felur í sér bekkjarkennslu, foreldrasamstarf og þátttöku í starfsmannaráði.  

Menntunar- og hæfniskröfur

  • æskilegt er að umsækjendur hafi menntun og reynslu í Waldorfuppeldisfræðum,
  • leyfisbréf grunnskólakennara,
  • frumkvæði, skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð,
  • hæfni og áhugi á uppeldis- og kennslufræði Waldorfstefnunnar,
  • góð færni í mannlegum samskiptum,
  • hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku.

Fríðindi í starfi

  • starfsmenn skólans eru í fríu fæði á vinnutíma,
  • starfsmenn geta tekið skólarútu sér að kostnaðarlausu.

Í Lækjarbotnum er boðið upp á samfellt skólastig 3-16 ára barna og byggir starfið á uppeldisfræði Rudolf Steiner. Jöfn áhersla er lögð á verklegt, listrænt og bóklegt nám. 

Skólinn er staðsettur í Lækjarbotnum, 10 km fyrir austan Árbæ í yndislegri náttúru sem hefur skapandi og nærandi áhrif á börnin og starfsfólkið. 

Auglýsandi

Waldorfskólinn Lækjarbotnum

Umsóknarfrestur til

16. júní

Tekið við umsóknum á

Landsvæði

Flokkar