× Þessi auglýsing er útrunnin

Íþróttastjóri

Keilusamband Íslands (KLÍ) leitar að íþróttastjóra í 50% starf

Aðalverkefni íþróttastjóra KLÍ er að:

  • hafa yfirumsjón með landliðsverkefnum KLÍ, afrekshópum KLÍ og fylgja þar eftir afreksstefnu sambandsins
  • vera í samskiptum við landsliðsþjálfara og landsliðsnefnd KLÍ, aðildarfélög þess, ÍSÍ og önnur sérsambönd eftir því sem við á
  • skýrslugerðir ásamt öðrum tilfallandi verkefnum

Öll verkefni íþróttastjóra eru unnin í samræmi við lög og reglur KLÍ, ÍSÍ og annarra sem við á í samráði við stjórn KLÍ og landsliðsnefnd og samkvæmt fjárhagsáætlun sambandsins. Starfið heyrir undir stjórn KLÍ og er íþróttastjóri starfsmaður sambandsins.

Æskilegt er að viðkomandi umsækjandi hafi íþróttamenntun og brennandi áhuga á íþróttaiðkun. Umsækjandi þarf að búa yfir frumkvæði í starfi, góðum samskiptahæfileikum, hafa ágæt tök á tölvunotkun og ritmáli, bæði íslensku og ensku. Þekking á íþróttinni er kostur en ekki nauðsyn. Íþróttastjóri hefur aðstöðu á skrifstofu sambandsins Íþróttamiðstöðinni Laugardal. Vinnutími er sveigjanlegur en fer að mestu fram á skrifstofutíma með undantekningum.

Umsóknarfrestur er til 18. júní 2019 og skal umsókn með ferilskrá og kynningarblaði skilað á netfangið kli@kli.is

Ráðið verður í stöðuna strax og verður öllum umsóknum svarað. Nánari upplýsingar veitir Jóhann Ágúst Jóhannsson formaður KLÍ jaj@kli.is

KLÍ er æðsti aðili keiluíþróttarinnar á Íslandi og er sérsamband innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. KLÍ er aðili að Europian Tenpin Bowling Federation (Keilusamband Evrópu) og World Bowling (Alheimssamband keilunnar). Nánari upplýsingar um KLÍ má finna á vefsíðu sambandsins www.kli.is

Auglýsandi

Keilusamband Íslands

Umsóknarfrestur til

18. júní

Tekið við umsóknum á

Stikkorð

Íþróttastjóri Keila Keilusamband

Landsvæði

Flokkar