× Þessi auglýsing er útrunnin

Hlutastarf hjá UNICEF á Íslandi

Við hjá UNICEF á Íslandi leitum eftir drífandi og metnaðarfullu fólki með áhuga á mannréttindum og réttindabaráttu til að ganga til liðs við úthringiteymið okkar.

Um er að ræða hlutastarf og leitum við að fólki sem getur unnið 2-3 vaktir í viku. Vinnan fer fram á kvöldin, milli kl. 17-21, mánudaga til fimmtudaga.

Hæfniskröfur:

  • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum 
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð íslenskukunnátta og grunnkunnátta í ensku
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Áhugi á mannréttindamálum og réttindabaráttu

Aðrar upplýsingar

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, er leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum. Við berjumst fyrir réttindum allra barna og sinnum bæði langtímauppbyggingu og neyðaraðstoð. Við erum á vettvangi í yfir 190 löndum og höfum að leiðarljósi að börn njóti velferðar – hvar sem þau er að finna.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Magnúsdóttir verkefnastjóri í síma 552-6300

Auglýsandi

UNICEF á Íslandi

Umsóknarfrestur til

2. desember

Tekið við umsóknum á

Flokkar