× Þessi auglýsing er útrunnin

NPA fyrir fatlaðan ungling

Við erum að leita að einstaklingi til að vinna í NPA á heimili fyrir fatlaðan ungling sem heitir Breki.

Breki er fæddur árið 2004 með Cardio-Facio-Cutaneous (CFC) heilkenni og er fyrsti einstaklingurinn á Íslandi sem greinist með þennan erfðasjúkdóm. CFC heilkennið er eitt af sjaldgæfustu heilkennum í heiminum. Talið er líklegt að um einn af hverri milljón einstaklingum séu með heilkennið.

CFC heilkennið veldur ákveðnum útlitseinkennum og alhliða þroskahömlunum, t.d. eru þau með stórt höfuð, áberandi enni, krullað hár, hnökrahúð, seinkun í hreyfi-, vitsmuna- og málþroska ásamt ýmsum hjartagöllum og lítilli vöðvaspennu. Þau þurfa mikla umönnun, sérkennslu og þjálfun. Skortur á málskilningi og tali ásamt miklum hegðunarvandamálum, eru talin stærstu vandamálin og áskoranirnar varðandi CFC einstaklingana. Sjá CFC International: http://www.cfcsyndrome.org/ og Twitter @cfcsyndrome.

NPA á heimilinu felst í að hjálpa til við daglegar athafnir og hegðunarvandamál. Endilega hafið samband við okkur ef þið hafið áhuga. 

Anna Kristín Daníelsdóttir, S: 858-5014 og netfang: annak@matis.is

Aðrar upplýsingar

Notendastýrð persónulega aðstoð (NPA) er þjónustuform sem byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og gerir fötluðu fólki kleift að ráða hvar það býr og með hverjum það býr. Fatlað fólk stýrir því hvernig aðstoðin er skipulögð, hvað aðstoð er veitt við, hvenær hún fer fram, hvar hún fer fram og hver veitir hana.

Markmið NPA er að við sem fatlað fólk getum lifað lífi okkar og haft sömu möguleika og ófatlað fólk. Einnig að við höfum hámarks stjórn á því að móta okkar eiginn lífsstíl.

Auglýsandi

NPA

Umsóknarfrestur til

31. janúar

Tekið við umsóknum á

Stikkorð

Notendastýrð Persónulega Aðstoð, NPA, fatlaðir,

Landsvæði

Flokkar