Aðstoðarfólk óskast

Ég óska eftir starfsmanni í hluta starf sem gæti hafið störf sem fyrst. Laun eru greidd samkvæmt launaflokki NPA kjarasamning Eflingar.

Ég er fimmtíu og sjö ára gömul kona og er búsett í Reykjavík. Ég er með sjúkdóm sem veldur lömun og þarf stuðning við flest alla hluti og athafnir daglegs lífs. Ég er með stöðugan starfsmannahóp sem aðstoðar mig allan sólahringinn.

 

Helstu verkefni

-Aðstoð við athafnir daglegs lífs

-Heimilisþrif

 

Hæfniskröfur

-Frumkvæðni

-Góð samskiptahæfni

-Sjálfstæð vinnubrögð

-Jákvæðni

-Þolinmæði

-Hreint sakavottorð

-Viðkomandi þarf að hafa bílpróf

- Íslenskumælandi

-Viðkomandi þarf að vera eldri en 20 ára

 

Um er að ræða hlutastarf 30-40%. Dagvaktir og kvöldvaktir.

Möguleiki á meiri vinnu í sumar og aukningu á prósentu haust.

Lítil starfsmanna velta og góð samheldni.

Starfið byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf. Hægt er að lesa sér til um notendastýrða persónulega aðstoð og hugmyndafræði um sjálfstætt líf á heimasíðu NPA miðstöðvarinnar, www.npa.is

Aðrar upplýsingar

Vinsamlegast sendið fyrirspurnir og umsókn ásamt ferilskrá á netfangið npa.jvs@gmail.com

Umsóknarfrestur til

20. apríl

Tekið við umsóknum á

Stikkorð

Umönnun 108 Reykjavík Heilbrigðisþjónusta Aðstoðarmaður Skólafólk Félagsleg liðveisla

Landsvæði

Flokkar