× Þessi auglýsing er útrunnin

Sölufulltrúi hjá heilsufyrirtæki

Hefur þú ánægju að því af vinna á árangurstengdum launum? Við leitum að duglegum sölufulltrúa í teymið okkar til að ræða við hugsanlega viðskiptavini um þjálfanir og námskeið sem við bjóðum upp á hjá Lifðu til fulls heilsumarkþjálfun.

Lifðu til fulls hjálpar konum að breyta um lífsstíl. Við aðhyllumst ekki megrunarkúra og leggjum heldur áherslu á heildræna nálgun og hvað hentar hverjum og einum í breyttum lífsstíl.

Í hverju felst starfið?

  • Taka viðtöl við hugsanlega kúnna um þjálfun og finna út hvort þjálfun henti þeim eða ekki
  • Fylgja kúnnum eftir í tölvupósti og/eða síma og tryggja ánægju þeirra
  • Svara fyrirspurnum og vangaveltum kúnna og hlusta eftir þörfinni
  • Hlusta og öðlast skilning á því hvers viðskiptavinurinn þarfnast og finna lausn saman
  • Svara fyrirspurnum til áhugasamra og fylgja eftir í spjallkerfi á sölusíðu
  • Aðstoða kúnna með að ganga rafrænt frá greiðslu í þjálfun

Þú ert kjörin ef þú:

  • Ert heiðarleg
  • Ert áhrifamikil og sannfærandi
  • Ert orkumikil
  • Hefur reynslu af símasölu
  • Ert næm fyrir þörfum annarra og góð að hlusta
  • Ert fljót að byggja upp sambönd við allar persónuleikatýpur, sambönd grundvölluð á trúnaði og trausti
  • Ert viljug til að gefa kúnnanum aukin tíma og athygli ef þörf krefst og hlusta þannig á undirliggjandi þarfir og vangaveltur
  • Átt auðvelt með að setja þig í spor annarra
  • Hefur áhuga á heilsu og heilbrigðum lífsstíl
  • Ert óhrædd við að hjálpa öðrum að yfirstíga efasemdir um eigin getu og ert oft sú sem gefur vinkonum þínum innblástur til að kýla á sína drauma
  • Elskar að vinna sjálfstætt og sjá stöðugt hvernig þú getur bætt þig í starfi

Af hverju þú gætir haft áhuga á starfinu:

  • Tækifæri á að hjálpa öðrum að taka ákvörðun um betra og heilsusamlegra líferni
  • Tök á að vinna með vaxandi fyrirtæki sem hefur heilsu og vellíðan fólks að leiðarljósi
  • Tök á að hafa áhrif á þróun þjálfanna og námskeiða hjá fyrirtækinu
  • Árlegur aðgangur að kennsluefni námskeiða og þjálfanna innan fyrirtækisins í tengslum við heilsu, þyngdartap og aukna orku.

Tímaskuldbinding:

Vinnan krefst þess að þú vinnir heiman frá í síma og tölvu og takir 4-6 vikur í senn nokkrum sinnum yfir árið þar sem þú vinnur í törnum. Möguleiki á meiri vinnu í framtíðinni. Laun eru árangurstengd sölulaun. Gert er ráð fyrir lágmarki 50-100 viðtölum á þessum 3-4 vikum, meira ef vel gengur.

Umsækjendur þurfa að eiga tölvu og síma og fer vinna og þjálfun fram í þeim forritum sem notuð eru innan Lifðu til Fulls. Umsækjendur eru beðnir að fylla út umsóknina í gegnum hlekkinn sem fylgir hér, ásamt því að senda inn ferilskrá sem allra fyrst. Söluviðtölin munu hefjast strax í apríl.

Auglýsandi

Lifdu til fulls slf.

Tekið við umsóknum á

Stikkorð

sölufulltrúi heilsa sala selja hringja sölustarf

Flokkar