× Þessi auglýsing er útrunnin

Ég er fertug lífsglöð og jákvæð kona sem er bundin við hjólastól og leita að aðstoðarkonu til að hjálpa mér við hið daglega líf. Ég legg mikið upp úr því að dagarnir séu fjölbreyttir og skemmtilegir. Ég nýt þess að lifa lífinu og gera eitthvað nýtt og skemmtilegt. Ég á tvö yndisleg börn sem eru 14 og 20 ára. 

Því óska ég eftir aðstoðarkonu sem er helst 25 ára og eldri, en það er ekki heilagt. 

Umsækjandi þarf að vera líkamlega hraust, reyklaus, vera með bílpróf og með hreint sakavottorð. Hún þarf að eiga auðvelt með að taka leiðsögn, tala mjög góða íslensku og geta hafið störf sem allra fyrst.

Í starfi sem þessu er traust, virðing, jákvæðni, þolinmæði og stundvísi mikilvægir kostir.

Starfið byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf fatlaðra einstaklinga með NPA samning.
Hlutastarf í boði. Um er að ræða 24 klst sofandi vaktir. 

Ég geri ekki þá kröfu að umsækjandi búi yfir reynslu af störfum með fötluðu fólki. 

Hlutastarf er í boði. Þetta eru sólarhringsvaktir með sofandi næturvöktum. 

Starfið er frábært með skóla. 

Áhugasamir endilega sendið mér ferilskrá ásamt helstu upplýsingum.

(Only Icelandic speaking).

Auglýsandi

Heiða slf

Umsóknarfrestur til

31. desember

Tekið við umsóknum á

Stikkorð

umönnun

Landsvæði

Flokkar