Ráðgjafi óskast í hlutastarf

Starfssvið:

Áreiðanlegur og stundvís einstaklingur óskast til starfa sem persónulegur ráðgjafi. Hlutverk hans er að veita stuðning og ráðgjöf til vinnuveitanda. Aðstoða við framkvæmd NPA og hugmyndafræðinnar um sjálfstætt líf. Aðstoð með starfsmannahald sem og önnur verkefni sem kunna að koma upp í lífi vinnuveitanda.

Vinnuveitandi er með hreyfihömlun og hjólastólanotandi.

Hæfniskröfur og menntun:

Góð færni í mannlegum samskiptum, þjónustulund, traust, ábyrgð í starfi, víðsýni, jákvæðni, sveigjanleiki í starfi og að unnið sé á forsendum vinnuveitanda.

Góð íslenskukunnátta og enskukunnátta. Góð færni í notkun og framsetningu gagna á tölvutæku formi, t.d. Word, Excel og Powerpoint.

Menntun á sviði t.d. fötlunarfræða eða öðru sambærilegri sviði sem gæti nýst vel í starfi.

Grunnþekking í bókhaldi kæmi sér vel í starfi.

Annað:   

  • Hreint sakavottorð er skilyrði
  • Æskilegur aldur er 25-55 ára en ekki skilyrði
  • Gerð krafa um að ráðgjafi sé reyklaus
  • Sveigjanlegur vinnutími sem hentar vel með annarri vinnu eða t.d. háskólanámi
  • Um er að ræða tímabundið starf með möguleika á framlengingu og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Áhugasamir sendið umsókn sína á pa-teymi@simnet.is

Með umsókn þarf að fylgja kynningarbréf, ferilskrá og listi yfir meðmælendur.

Umsóknarfrestur er til og með 30. september 2021.

Umsóknarfrestur til

30. september

Tekið við umsóknum á

Flokkar