× Þessi auglýsing er útrunnin

Leikskólakennari

Leikskóli Seltjarnarness


Leikskóli Seltjarnarness er sameinuð fag- og rekstrareining með um 225 börnum. Í skólanum eru 12 deildir í fjórum starfsstöðvum, Mánabrekku, Sólbrekku og Fögrubrekku við Suðurströnd og Holti í Seltjarnarneskirkju.  
Í Leikskóla Seltjarnarness eru þrír megin áhersluþættir sem einkenna nám barnanna frá fyrsta skóladegi og að útskrift úr leikskólanum. Þessir þættir eru SMT - skólafærni, tónlistarnám og umhverfismennt.
 
Leikskólakennari, fullt starf
Leitað er eftir öflugum kennurum til starfa í leikskólanum. 
Í boði er áhugavert starf sem reynir á öguð vinnubrögð, samskiptahæfni og fagmennsku.
 
Menntunar- og hæfniskröfur
•    Leikskólakennaramenntun og leyfi til að að nota starfsheitið kennari eða önnur sambærileg háskólamenntun sem nýtist í starfi
•     Reynsla af starfi í leikskóla æskileg
 
 
Upplýsingar um störf í Leikskóla Seltjarnarness veitir Margrét Gísladóttir, leikskólastjóri, margret.gisladottir@seltjarnarnes.is, í síma 5959-280/290.
 
 
Umsókn um starf í Leikskóla Seltjarnarness þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið ásamt upplýsingum um umsagnaraðila.
 
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.  

Auglýsandi

Seltjarnarnesbær

Umsóknarfrestur til

1. nóvember

Tekið við umsóknum á

Stikkorð

leikskóli, umönnun, samskipti, sjálfstæði

Landsvæði

Flokkar