× Þessi auglýsing er útrunnin

Deildarstjóri, fullt starf

Leikskóli Seltjarnarness er sameinuð fag- og rekstrareining með um 225 börnum. Í skólanum eru 12 deildir á fjórum starfsstöðvum, Mánabrekku, Sólbrekku og Fögrubrekku við Suðurströnd og Holti í Seltjarnarneskirkju.  Í skólanum er lögð áhersla á að börn fái tækifæri til að hjálpa sér sjálf eftir því sem þroski þeirra og geta leyfir og þau styrkt  til sjálfshjálpar í öllum þáttum daglegs lífs. Leikurinn er hornsteinn leikskólastarfsins því samkvæmt hugmyndafræði leikskóla lærir barn mest og best í leik og samskiptum við börn og  fullorðna í frjóu og skapandi umhverfi.
 
Deildarstjóri, fullt starf
 
Menntun, hæfni og reynsla:  
•    Leyfi til að nota starfsheitið kennari
•     Reynsla af starfi í leikskóla
•     Samskiptahæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

Helstu verkefni og ábyrgð:
•    Vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra
•      Bera ábyrgð á stjórnun og skipulagningu starfsins á deildinni
•      Sjá um foreldrasamstarf á deildinni
 
Í samræmi við jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um störf. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.  
 
Upplýsingar um starfið veitir Margrét Gísladóttir, leikskólastjóri, margret.gisladottir@seltjarnarnes.is í síma 5959-280/290.
 
Umsókn ásamt fylgiskjölum skal skilað á Ráðningarvef Seltjarnarnesbæjar -undir http://www.seltjarnarnes.is-Störf í boði

Auglýsandi

Seltjarnarnesbær

Umsóknarfrestur til

1. nóvember

Tekið við umsóknum á

Landsvæði

Flokkar