Grundarfjarðarbær

Starf á leikskóla

Starfsmaður á leikskóla í Grundarfirði
Leikskólinn Sólvellir óskar eftir umsóknum frá einstaklingum sem hafa áhuga og tíma til að vinna tímabundið í afleysingum á leikskólanum, bæði á deildum og í eldhúsi. Vinnufyrirkomulag getur verið sveigjanlegt og starfshlutfall einnig.
Fólk á öllum aldri er hvatt til að sækja um, frá 18 ára aldri.
Leitað er að jákvæðum einstaklingum sem hafa áhuga á að vinna með börnum, búa yfir lipurð í mannlegum samskiptum og eru sveigjanlegir og tilbúnir til að takast á við fjölbreytt, faglegt og lifandi leikskólastarf.Íslenskukunnátta nauðsynleg.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Nánari upplýsingar um starfið veitirIngibjörg í síma 438 6645 eða með því að senda fyrirspurnir á ingibjorg@gfb.is
Vinsamlegast athugið að Grundarfjarðarbær áskilur sér rétt til að fara fram á sakavottorð umsækjenda.
Sótt er um starf við afleysingar á vef Grundarfjarðarbæjar, www.grundarfjordur.is
Leikskólinn Sólvellir er þriggja deilda leikskóli með rúmlega 40 nemendur á aldrinum 1-4 ára. Skólinn starfar eftir viðurkenndum hugmyndum og kenningum í uppeldis­fræði.
Vakin er athygli á stefnu Leikskólans Sólvalla um jafnan hlut kynja í störfum. Vinsamlegast sendið umsókn ásamt ferilskrá á netfangið: sigurlaug@grundarfjordur.is
Umsóknarfrestur er til og með 31/10/22.

Umsóknarfrestur

31.12.2022

Starf nr.:

Skráð á vefinn: 11.05.2022

Stöðugildi: 1

Starfshlutfall: 100%

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni