NBÍ ehf.

Sumarafleysing

Auglýsing um sumarstarf.

Nautastöðin á Hesti, NBÍ ehf, óskar eftir starfsmanni til sumarafleysinga. Starfið felst í aðstoð við sæðistöku, fóðrun nauta, þrifum á stöðinni, umsjón með útsendingu köfnunarefnis og rekstrarvörum fyrir frjótækna og öllum öðrum verkum sem þarf að sinna.
Viðkomandi þarf að sinna gjöfum í það minnsta aðra hverja helgi. Menntun eða reynsla í landbúnaði æskileg.

Starfið hentar jafnt körlum sem konum.

Starfstími er frá byrjun júní (vika til eða frá skiptir ekki máli) og fram yfir miðjan ágúst. Vinnutími er virka daga frá 8 til 5 og eða 7 til 4 og aðra hvora helgi.

Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi bíl til umráða og geti sjálf/sjálfur komið sér til og frá vinnu þar sem vinnustaðurinn er í sveit - 19 km frá Borgarnesi.

Launakjör skv. kjarasamningi SGS og ríkisins.

Áhugasamir hafi samband við Sveinbjörn á nautastöðinni í síma 437-0020/8621270 eða í netfangi bull@bondi.is sem allra fyrst

Umsóknarfrestur

30.04.2023

Starf nr.: 230418-07

Skráð á vefinn: 18.04.2023

Stöðugildi: 1

Starfshlutfall: 100%

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni